landakonnun.blogspot.com

25.1.03

Kveðja frá Thailandi - sjötti hluti - Bangkok

Frekar stutt í þetta skiptið;

Jæja, þá er maður kominn aftur til Bangkok, eftir sólarhringsferðalag frá Chiangrai. Ferðin hálfnuð, og nú tekur suðurhluti landsins við.

Síðast þegar ég skildi við, þá var ég í Chiangrai, sem er mjög viðkunnanleg borg. Fórum um kvöldið á næturbasarinn hjá þeim sem var mjög skemmtilegt. Næturbasarinn þarna er miklu minni en í Chiangmai, en á móti voru mjög fáir útlendingar í Chiangrai þannig að maður upplifði meira þessa ekta Thailensku stemningu. Fengum okkur gott að borða, og náði að smakka nokkrar tegundir af skordýrum í viðbót. Einnig sáum við svokallaða Ladyboy sýningu, sem er kabarett með kynskiptingum, en það var ótrúlegt hvað sumir þessir fyrrverandi karlmenn voru beinlínis "hot babes".

Daginn eftir fórum við til nyrsta hluta Thailand, eða The Golden Triangle, þar sem Thailand, Laos og Burma mætast, sem er frægt svæði fyrir ópíumflutninga. Fórum á ópíumsafn, þar sem ég prófaði sælgæti með ópíum-fræjum (ákaflega meinlaust, engar áhyggjur).

Enduðum ferðina á að hitta fjöldann allan af öpum, við skógarjaðarinn, og við gáfum þeim banana og hnetur sem þeir þuggu af okkur með offorsi og óþökkum. Þrátt fyrir að aparnir kynnu enga mannasiði (enda apar) var þetta frábær stund og mikið hlegið.

Fórum á barinn um kvöldið, sem var örugglega mest sleazy barinn í Chaingrai. Skuggalegir barþjónar sem buðu manni eitthvert hvítt duft, en maður hélt sig við bjórinn. Engu að síður góður andi á barnum, Pearl Jam á fóninum og veggirnir skreyttir með gömlum eightís plakötum. Verí næs.

Annars hefur síðasti sólarhringur aðallega farið í bið og ferðalög, því nú er ferðin hálfnuð eins og fyrr segir, Lee fararstjóri hættur og nýr, Tee, tekur við. Þrír ástralir dottnir út, og kannski koma nýir krakka í hópinn á morgun, veit ekki.

Bið að heilsa í bili,

Kveðja

Tommi

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home