landakonnun.blogspot.com

27.11.04

Sidustu dagarnir i Kambodiu


Sidustu dagarnir i Kambodiu voru svipadir theim fyrstu. Fyrriparturinn for i ad skoda hof og rustir Angkor, og seinniparturinn for i ad hvila sig a fyrripartinum med mat, blund med edlunni og lestur boka. Agaetis upphitun fyrir letilifid a strondinni sidustu vikuna.

Thar kom ad thvi. Eg vard fyrir algengustu meidslum turista i SA-Asiu, ad brenna mig a haegri fotinum a utblastursrori skellinodrunnar sem eg var farthegi a. Bilstjoranum leid hraedilega og keyrdi ut i naestu bud til ad kaupa smyrsl til ad setja a sarid. Um leid og hann bar smyrslid a fann eg fyrir thaegilegum straumi lettis i sarinu, smyrslid var kaelandi og svidinn minnkadi. Greinilega eitthvert Kambodiskt tofralyf tharna a ferdinni. Thegar eg var kominn upp a hotel, tok eg smyrsltupuna upp og aetladi ad rannsaka betur, sa eg ad um var ad raeda tannkrem med mintubragdi.

Um SA-Asiu er nu a ferdinni hvirfilbylur, en vott af honum fengum vid i Siam Reap i formi urhellis. Og vid erum ekki ad tala um neina venjulega rigningu. I um klukkutima rigndi svo mikid ad madur gat ekki varist hlatri yfir sjoninni sem blasti vid manni. Thetta var eins og kroftug sturta, madur gegnvotur eftir orfaar sekundur. Krokkunum thotti gaman ad busla i rigningunni, enda agaetis tilbreyting fra hitanum.

Yfirgaf Siam Reap i gaer, og tok taxa ad landamaerunum ad Thailandi i ferd sem tok ca. 3 tima. Bilstjorinn keyrdi eins og hann aetti orfaar minutur til ad bjarga alheiminum, a vegi sem laetur islenska malarvegi lita ut eins og Autobahn. Aldrei a aevinni hef eg verid jafn hraeddur i bil og oskiljanlegt hvernig bilstjoranum tokst ad koma i veg fyrir arekstur a bufenad, gangandi vegfarendur og onnur okutaeki. Aldrei upplifad annan eins hristing og otrulegt ad billinn skuli vera i heilu lagi.

Let stimpla mig ut ur Kambodiu i landamaerabaenum Poipet, sem hefur fengid nafnbotina handarkriki SA-Asiu. Thetta er liklega mest oadlandi stadur sem eg hef sed, rusl ut um allt, byggingarnar flestar ad hruni komnar og betlarar og krypplingar ut um allt og gotusvindlarar reyna allt til ad fefletta mann. Flytti mer yfir til Thailands thar sem astandid var mun skarra.

Tok rutu til Bangkok og kominn thangad um kvoldid thegar eg fattadi ad nu er hamark a ferdamannatimabilinu og eg ekki med bokad hotel. Fann tho eitt med laust herbergi eftir tveggja tima leit orthreittur, litid vandamal ad sofna.

Fer i dag med rutu til sudurhluta Thailands thar sem vid tekur algert letilif. Buinn ad panta mer herbergi a gistiheimilinu "Den danske kro" sem er a Kata strondinni i Phuket-eyju sem liggur ad Andamanhafi. Thar aetla eg ad liggja i leti, eta, sola mig, eta, lesa bokina mina og eta i taepa viku. Sokum tilbreytingalitilla lifnadarhatta thennan tima mun eg einungis senda einn post i vidbot, undir lok ferdarinnar.

Kv.

Tommi.

24.11.04

Hofin i Angkor


Thridji dagurinn minn herna i Siam Reap og mestallur timinn farid i ad skoda hofin i Angkor. Thridji stadurinn i thessari ferd minni sem er a heimsminjaskra Unesco, og af thessum thremur tha verd eg ad segja ad Angkor Wat og nagrannahof hafi vinninginn. Her er um ad raeda fjolmorg hof byggd a hatindi Kmeranna, a timabilinu 800-1200 e.kr. Vegna thess hve landid hefur lengi verid lokad utlendingum, tha eru ekki margir sem thekkja thessi mannvirki, en eg myndi hiklaust segja thau ekkert minni storvirki en t.d. Collosseum, Meyjarhofid i Athenu og Kinamurinn. Er buinn ad tvaelast a milli hofa nuna i tvo daga og er kannski buinn ad skoda helminginn af thvi sem Angkor bydur upp a.

Siam Reap er liklega su borg sem eg fila best. Hef er afsloppud stemmning, borgin thaegilega oskipulogd og madur tharf ekki ad leggja sig i lifshaettu vid ad labba yfir gotu.

Fataektin raedur rikjum i Kambodiu og her eru margir sem bidja um olmusu. Thad er erfitt ad geta ekki gefid ollum sem vilja, en madur yrdi fljott buinn med peninginn ef madur gerdi thad. Bornin stor hluti af theim sem bidja um pening, en eg hef haft thad fyrir reglu ad gefa bornum aldrei pening. Frekar fer eg med theim og gef theim eitthvad ad borda eda drekka.

Algengt trix hja krokkunum er ad hanga i hofunum og brosa sinu blidasta thegar turistarnir koma med myndavelarnar. Krakkarnar brosa ut ad eyrum og segja, "Take photo". Og um leid og klikk hljodid er hljodnad hverfur brosid og krakkarnir segja alvarlega ''Now pay one dollar''!

Her er mikid af fornarlombum jardsprengja. I gaer nalgadist mig ca. 6 ara gamall strakur sem hafdi misst annan fotinn. Gratandi bad hann mig um olmusu. Gaf honum avaxtadjus, og virtist hann sattur vid thad.

Eftir allt labbid a milli hofa var ekki ur vegi skreppa i nudd. Hafdi heyrt um nuddstad sem heitir "Seeing hands", thar sem blint folk hefur verid thjalfad sem nuddarar. Eftir ad hafa klaett mig i nuddfotin (halfgerd nattfot sem madur faer) var mer visad til nuddarans mins. Thad var stor (a Kambodiskan maelikvarda) og breidur naungi sem spurdi mig hvort eg vaeri sterkur piltur. Verandi af vikingaaettum gat eg ekki annad en svarad jatandi, sem eftira hugsad var mikil mistok, thvi klukkutiminn sem nuddid tok ma lysa sem "hreinum sarsauka", thvi thessi nagli ekkert ad halda aftur af ser.

Hotelherbergid thar sem eg er er med lampa vid rumid sem einhverra hluta vegna var ekki i sambandi. Aetla ad setja lampann i samband vid tengil bak vid rumid thegar allt i einu stekkur rumlega lofastor edla a hausinn a mer. Var i sjokki i a.m.k. klukkustund a eftir. Hef akvedid ad lata lampann vera sambandslausann. Edlan enn i felum i herberginu.

Moskitoflugurnar eru loksins bunar ad uppgotva Islendinginn og hef litid annad gert sidustu vikuna en ad klora mer til helvitis. Hjalp.

Verd herna i nokkra daga i vidbot adur en eg legg af stad i strandlifid sudur i Thailandi. Bid ad heilsa i bili.

Tommi.

22.11.04

Leitad ad a-ping

Eftir hadegi i gaer akvad eg ad leggja af stad til smabaejarins Skuon, sem ku vera um klukkutima akstur fra Phnom Penh. Tha var bara ad finna taxa, en thegar skellinodrubilstjorinn minn hann Leung, komst a snodir um fyriraetlanir minar, vildi hann ekki heyra ad eg taeki taxa. Hann myndi taka mig sjalfur a skellinodrunni sinni, litid mal, klukkutima ferdalag adra leidina, vid myndum bara hafa gaman ad thessu. Thar sem thad er frekar audvelt ad tala mig til, tha laet eg tilleidast og vid leggjum i hann upp ur tvo leytid.

Astadan fyrir ahuga minum a thessu tja frekar omerkilega thorpi i Kambodiu, Skuon, er su ad a tima Raudu Kmeranna vard folk ad leyta allra leida til ad leita ser aetis, og i Skuon var gengid svo langt ad leggja ser til munns thad sem innfaeddir kalla a-ping, en a hinu ylhyra kallast kongulaer, nanar tiltekid storar lodnar tarantulur. Og thratt fyrir ad nu se nog af faedi i dag, tha hefur thessi sidur ad borda kongulaer haldist i Skuon og takmark mitt var ad fa ad bragda a thessum lodnu kraesingum.

Af stad holdum vid og eg er strax farinn ad sja eftir ad hafa tekid motorhjolataxa, heitt i vedri og rassinn aumur eftir skellinodruferdir sidustu daga. Uppvedrast heldur ekki thegar vid keyrum fram a skellinodruarekstur. Daudaslys. Sjit, hvad er eg ad hugsa ad ferdast aftan a skellinodru einhverja 200 km um sveitir Kambodiu? Jaeja, of seint ad haetta vid nuna.


Ekki lagast astandid thegar Leung fer ad spyrja til vegar eftir akstur i einn og halfan klukkutima. Af hverju tok eg ekki venjulegan taxa sem veit hvert hann er ad fara? Afram holdum vid og Skuon hvergi i sjonmali. En ad venju er Leung upplitsdjarfur, og er duglegur vid ad benda mer a alla hrisgrjonaakrana sem vid keyrum framhja (og vid keyrdum framhja morgum).

Loksins eftir tveggja tima akstur keyrum vid fram a Skuon, og erum ekki lengi ad finna solukonu med storann bakka fullan af tarantulum. Undirritadur fekk ser tvaer og byrjadi ad kjammsa a theim. Faetur og hofud voru stokk, en bukurinn mjukur undir tonn. Bragdinu reyni eg ekki ad lysa en mer likadi vel og fekk mer tvaer i vidbot. Eftir ad hafa bragdad a nokkrum odrum synishornum a Skuon-markadi leggjum vid af stad til baka. Tveggja tima akstur framundan. Hvad var eg ad hugsa ad taka skellinodrutaxa?

A leidinni til baka vard eg vitni ad einu fallegasta solsetri sem eg hef sed. Ad sja solina setjast med utsyni yfir hrisgrjonaakra og palmatre a vid og dreif. Olysanlegt.

Komid myrkur thegar vid komum ad borgarmorkum Phnom Penh, og keyrum tha fram a modur allra umferdarstifla. Allir bilar kolfastir en skellinodrurnar sikksakka framhja. DJOFULSINS SNILLINGUR VAR EG AD FARA MED SKELLINODRUTAXA!!! Vid erum ad tala um tuga kilometra umferdarstiflu og ef eg hefdi farid med bil hefdi eg an efa thurft ad dusa i stiflunni fram yfir midnaetti. Reyndar var stiflan svo thykk a timabili ad jafnvel skellinodurnar thurftu ad stoppa pikkfastar i um einn og halfan tima og adeins fotgangandi gatu komist afram en tho med herkjum. En um losnadi um sidir og eg kominn upp a hotel um half atta leytid, hlaejandi ad theim sem voru svo vitlausir ad ferdast um a bilum.

Gaman ad fylgjast med folkinu i umferdarstiflunni. Allir bara rolegir, segja brandara, spjalla o.s.frv. For ad hugsa um Islendinga i somu sporum og sa fyrir mer rifrildi, slagsmal, oskur og laeti.

I dag var farid fra Phnom Penh. Eftir ad hafa kvatt Leung og thakkad fyrir allann aksturinn var stigid upp i rutu og stefnan tekin til Siam Reap. Sofna i rutunni en vakna eftir ca. tvo tima thegar rutan tok sitt fyrsta stopp. Kiki ut og thad fyrsta sem eg se er ad eg er staddur i Skuon og fyrir framan mig er kona med storan bakka af tarantulum. AAAAAAAAAAAARRRRRRGGHHHHHHHHH.

Eftir nokkurra minutna sjokk reyni eg ad gera thad besta ur ollu og fae mer nokkrar tarantulur i vidbot.

Er nuna nykominn til Siam Reap, og a morgun byrja eg skodun mina a gimsteini sudaustu-asiu, Angkor Wat og adrar byggingar i nagrenni thess.

Kvedja

Tommi.

20.11.04

Raud fortid Kmeranna

Midborg Phnom Penh er bara agaetis tjillstadur. Hun er hreinni en thaer borgir sem eg hef heimsott hingad til i SA-asiu, kloakslyktin er ekki alveg jafn aberandi og umferdin er orlitid minna gedveik her en annars stadar.

Eyddi morgni gaerdagsins i ad labba um borgina, og komst fljott i raun um ad thad er mjog audvelt ad rata um borgina thar sem goturnar herna eru numeradar likt og i New York.

Sa motorhjolaslys gerast fyrir framan nefid a mer (thad var bara spurning um tima hvenaer eg yrdi vitni ad thvi) og atti fotum minum fjor ad launa svo eg yrdi ekki fyrir odru okutaekinu. Engin alvarleg slys a folki. En ad sjalfsogdu hoppadi madur sidan 5 minutum sidar a motorhjolataxa eins og ekkert vaeri.

Eftir hadegi lagdi eg af stad asamt Leung, minum einkamotorhjolataxabilstjora herna i Phnom Penh, af stad til hinna alraemdu Drapsvalla, eda the Killing Fields i Choeung Ek. Eftir halftima akstur i gegnum dapurleg fataekrahverfi i nagrenni Phnom Penh var komid a akvordunarstad. A arunum 1975-1979 drapu Pol Pot og felagar um 2 milljonir samlanda sinna eda ca. 25% thjodarinnar, og tharna i Choeung Ek var buid ad reisa minnismerki med 8000 hauskupum fornarlombum Pol Pots sem fundust i fjoldagrofum i nagrenninu. Ad vera staddur tharna og sja ummerkin og likamsleifarnar, og thad sem flaug i gegnum hugann var einfaldlega skilningsleysi a thvi hvad mannskepnan getur verid grimm.

Thad sidasta sem manni langadi ad gera eftir thetta var ad skjota af byssu, en Leung bilstjorinn minn, sannfaerdi mig um ad fara a aefingasvaedi Cambodiska hersins, og profa ad skjota nokkur skot. Hef aldrei komid vid byssu adur, en akvad ad profa hina russnesku AK-47, og skaut 30 skotum a pappirsglaepamann. Otrulegt hvad thad er threytandi ad skjota af svona byssu, en eg held ad eg hafi stadid mig vel. Oll skotin nema eitt nadu ad hitta (af ca 35 metra faeri).

Sidan var haldid til S21 fangelsins i Phnom Penh, og ef Drapsvellirnir gerdu thig thunglyndan, tha fekk thessi stadur thig til ad grata. Hugsa ser ad thetta gerdist fyrir minna en 30 arum. Eg veit eiginlega ekki hvernig eg get lyst thessum stad i ritudum texta, thetta er bara eitthvad sem madur upplifir.

Leung, bilstjorinn minn, er 28 ara gamall og vinnur fyrir fjolskyldu sinni i Phnom Penh a medan konan hans og dottir bua i litlu thorpi nordarlega i landinu. Odru hvoru getur hann keyrt til thorpsins og hitt fjolskyldu sina, en annars vinnur hann alla daga fra morgni til kvolds keyrandi utlendingum a skellinodrunni sinni. I hvert skipti thegar vid keyrdum framhja hrisgrjonaokrum sagdi hann "Look Tomas, look how beutiful this is". Leung er oanaegdur med rikisstjorn lands sins og lysti fyrir mer spillingunni sem a ser stad. En hann bad mig fyrir alla muni ad segja engum fra samtalinu thvi annars aetti hann a haettu ad beinlinis verda drepinn.

Sidasti dagurinn minn i Phnom Penh. Er ad vonast til ad geta keyrt adeins ut fyrir borgina til smabaejar sem heitir Skuon. Thad verdur ad koma i ljos hvort thad tekst.

Thangad til naest.

Tommi.

Siglt um Mekong Delta

Eftir thriggja daga ferdalag um Mekong Delta svaedid i Vietnam, tha er madur loksins kominn hingad til Phnom Penh, hofudborgar Kambodiu.

Fra Saigon var keyrt i rutu ad Mekong fljotsins thar sem fyrsta af morgum batsferdum naestu daga hofst. Thad er reyndar half asnalegt ad tala um a eda fljot vegna thess ad manni finnst madur vera uti a ballarhafi thegar siglt er um fljotid, svo stort er thad. Skodadir voru fljotandi markadir og margar myndir teknar.

Gist um kvoldid i borginni Can Tho, og um kvoldid var farid i veitingahus thar i bae og snaett. Undirritadur fekk ser snak. Bragdadist eins og kjuklingur.

Daginn eftir var ferdast afram um Delta svaedid enda nog ad skoda. M.a. farid i hjolreidatur um sveitina, skodadar hinar ymsu fyrirtaeki heimamanna eins og hriskokuverksmidju, kokoshnetunammiverksmidju, hrisgrjonaverksmidju og nudluverksmidja.

I hadeginu var snaett og undirritadur fekk ser frosk. Bragdadist eins og kjuklingur.

Gengid um bord i enn einn batinn um eftirmidaginn thar sem lagt var af stad i fimm klukkutima siglingu a einni af kvislum Mekong arinnar til landamaerabaejarins Chau Doc. Setid a topp batarins thar sem Islendingurinn asamt Thjodverja, Astrala og enskri stulku reyndu ad taema bjorbirgdir batsins (sem voru miklar) med agaetis arangri. Haldid afram a hotelinu i Chau Doc.

Eftir fimm klukkutima svefn, var madur vakinn kl. sex, a thridja og seinasta dag Mekong ferdar, og vegna hins otaepilega magns af oli sem drukkid var kvoldid adur, var aherslan logd a ad einfaldlega reyna lifa daginn af. Sem var erfitt. Komid ad landamaerunum um hadegisbil, tjekkad ut ur Vietnam og tjekkad inn i Kambodiu og farid med hradbat hingad til Phnom Penh, thar sem madur maetti um fjogurleytid.

Vid haefi ad enda thennan thriggja daga Mekong tur a ad fa ser kjukling. Bragdadist agaetlega.

Kominn med herbergi sem kostar 4 dollara nottin (odyrasta hingad til) a odyru hoteli herna i bakpokahverfi borgarinnar. Verd herna i ca. 3 daga adur en eg held til Siam Reap.


Kvedja

Tommi.

ps. Thessi postur atti ad sendast i gaer, en vegna ostodugleika i internetkerfi Kamdodiskt fyrirtaekis nadist ekki ad senda fyrr en solarhring seinna.

16.11.04

Thaer eru gaefar rotturnar i Saigon

Komidi sael enn og aftur:

Sidari dagurinn minn herna i Saigon og stelpurnar i Madame Cu hotelinu medhondla mig eins og nainn aettingja eftir margra ara adskilnad. Adalhotelstyran kom mer a ovart med thvi ad thakka fyrir sig a islensku, eg er greinilega ekki fyrsti Islendingurinn til ad gista a thessu litla hoteli. Litill heimur.

Saigon synist mer fylgja storborgarformulunni i asiu; allt of mikid af folki, allt of mikid af litrikum skiltum og enginn fylgir umferdarreglum. Ojardnesk upplifun ad vera aftan a skellinodrutaxa i adalumferdarteppu dagsins kl. fimm. Hafsjor af folki a skellinodrum fyrir framan thig og aftan, og truid mer ad thad er ekkert verid ad haegja mikid a ser herna thratt fyrir thvoguna, bara sikksakkad og vonad thad besta. Thakka gudi fyrir ad hneskeljarnar eru heilar.

For a veitingastad i gaerkveldi sem var daldid ut fyrir turistasvaedid. Thjonustustelpurnar foru i hlaturskast i hvert skipti sem thaer akvadu hver theirra aetti ad thjona utlendingnum, og voru greinilega anaegdar med ad fa ad aefa sig i enskunni. Undarlegt bragd af ondinni sem eg fekk mer.

Eftir matinn fekk eg mer saeti a torgi fyrir framan operuhus borgarinnar med bok i hond. Eftir tiu minutna lestur sest hja mer ung stulka, kannski svona 16-18 ara og byrjar ad spjalla, thetta hefbundna turistaspjall, hvadan ertu, hve lengi i Vietnam, ertu giftur o. s. frv. Eg held sidan lestrinum afram og stulkan situr afram vid hlidina a mer. Eftir drykklanga stund segir stulkan "I love you". HVAD!! Er eg virkilega svona heillandi personuleiki ad ungar stulkur falla kylliflatar eftir nokkurra minutna spjall. Eg spurdi "What" og aftur segir hun "I love you" en i thetta skiptid synir hun mer ad thvi ad synist vera lykill i hond. Tha rann upp fyrir mer ljos ad thetta var spurning en ekki stadhaefing hja stulkunni og thegar eg neitadi hennar freistandi astartilbodi vard hun ful og vildi vita hvi eg neitadi henni. Eg bara brosti og kenndi threytu um ahugaleysid, frekar slopp afsokun sem var langt fra thvi ad eyda fylukasti hennar.

Ad labba ad eftir ad skyggja tekur um borgir Vietnam getur verid athyglisverd reynsla, serstaklega ef madur labbar a svaedi thar sem markadir hofdu verid fyrr um daginn. Thar halda nefninlega rottur sig gjarnar (greinilega vel i holdum) og eru aldeilis ofeimnar vid einvern gaur fra Islandi. Eg myndi bera thaer saman vid thjodvegarollur a Islandi, thaer eru ekkert ad faera sig fra fyrr en madur er kominn alveg ad theim en tha lulla thaer ser i rolegheitum til hlidar. I eitt skiptid thegar eg labbadi i gegn um svona svaedi voru thaer a.m.k. tiu-fimmtan talsins. Mer var ekki alveg sama.

I dag for eg ad skoda Cu Chi gongin, sem flestir aettu ad kannst vid ur Vietnam-stridsmyndunum, en thetta eru pinulitil og throng gong sem Viet-cong skaerilidarnir grofu til ad hyljast amerikananum. Undir vaskri stjorn Hr. Binh sem er fyrrum hermadur Sudur-Vietnamshers leiddi hann mer og nokkrum odrum um svaedid og i fjarska heyrdust skothvellir fra aefingasvaedi Vietnamshers. Kannski haegt ad segja ad madur hafi fengid orlitla nasasjon af thvi hvernig andrumsloftid a atakasvaedunum var.

Fell i freistni eftir ferdina og for og fekk mer borgara og franskar og gaf grjonunum fri. Gat ekki annad en hlegid thegar maturinn kom. Med hamboraranum fylgdu 13 stykki af fronskum kartoflum. Ja eg taldi.

A morgun held eg ferdinni afram aleidis til Kambodiu, en adur en farid er yfir landamaerin, mun eg ferdast um "braudkorfu Vietnams", Mekong Delta-svaedid. Eftir thrja daga verd eg liklega kominn til Phnom Phen.

Bid ad heilsa i bili

Tommi.

15.11.04

Tidindalitid i Nha Thrang

Hae oll somul:

Tha er madur kominn til Saigon, eda Ho Chi Minh borgar eins og yfirvold vilja ad hun se kollud, en eg heyri ekki betur en ad flestir haldi sig enn vid Saigon.

Var enn i Hoi An thegar eg skrifadi sidasta pistil, en eftir svefnlausa nott i othaegilegri rutu i 12 klukkutima til Nha Trang var eg theirri stundu fegnastur thegar til min hljop hotelstjori litils hotels og baud mer herbergi a fimm dollara. Off-season nuna i Nha Trang og samkeppni mikil. Eftir ad hafa blundad ur mer threytuna var farid ad skoda baeinn, sem er adalstrandstadur Vietnama med risastora strond medfram borginni, ala Benidorm.

Var i einn og halfan dag i Nha Trang, sem verdur ad teljast tiltolulega tidindalitill timi. Madur einfaldlega thjofstartadi a strandlifid og hekk a strondinni med sjeik og bok i hendi. Mestallann timann reyndar skyjad sem var god tilbreyting og thaegilegt ad lata strandgoluna leika vid horundid.

Thad er flodatimabil nuna i Nha Trang og odruhvoru komu hressilegir skurir sem voru einstaklega friskandi, fotin voru fljot ad thorna aftur.

Fekk reyndar eina borgarleidsogn fra hressum hjolakerrubilstjora, sem stoltur syndi mer flottar bankabygginar, skola og logreglustodvar baejarins. Med odrum ordum litid um merkilega stadi herna, ofugt vid Hanoi og Hoi An.

Min fyrstu skordyrabit fekk eg i Nha Trang, en eftir nottina virdist einhver paddan hafa kjammsad hressilega a haegri handlegg thvi thar var eg var med 15-20 bit.

En thar sem eg aetla ad enda ferd mina a strandaletilifi tha dreif eg mig kvoldid eftir aleidis til Saigon i pis of keik 8 tima rutuferdalag. Er buinn ad halla mer i tvo tima og er thegar thetta er skrifad a leidinni i fyrsta gonguturinn um borgina.

Hinn daginn verdur sidan lagt af stad til Kambodiu, en hvort ferdast verdur med bat eda rutu er ekki komid i ljos.

Kvedja

Tommi.

12.11.04

Afsloppun i Hoi An

Kvedja fra Hoi An:

Madur labbar haegt i hitanum i Hoi An, solin virdist hafa thad eitt ad markmidi ad braeda Islendinginn i Vietnam. "Hehe, biddu bara thangad thu kemur til Saigon" fannst mer hun segja vid mig i mesta hitanum i gaer.

Hoi An er einfaldlega tofrandi baer, og herna vaeri haegt ad dvelja og hafa thad gott i dagodan tima. Romantikin raedur rikjum her, enda umhverfid alveg einstakt herna i gamla baenum. Madur er horfinn nokkrar aldir aftur i timann og manni leidist ekkert vid ad labba um midbaeinn. Allstadar sidan otrulegir matsolustadir sem bjoda upp a himnariki fyrir bragdlaukana og budduna.

I einum labbiturnum baud gamall einfaettur Vietnami mer saeti a trebekkinn vid hlidina a ser. Spurdi mig hvort eg vaeri Amerikani, sem eg neitadi, og um leid byrjadi hann ad bolva theim i sand og osku (hljomadi thannig ad minnsta kosti) og benti a trefotinn a ser. Spurdi sidan hvort eg vildi ekki kaupa af honum vatnsbrusa, sem erfitt var ad neita eftir svona thrumuraedu. Stutta stund sidar heilsar hann Ameriskum turista eins og um vaeri ad raeda sinn besta vin i ollum heiminum. Thetta hefur tha bara verid solutrix hugsadi eg med mer.

Otrulegt hvad Vietnamar nyta vel sitt helsta samgongutaeki, skellinodruna, vel. Eg hef sed folk flytja isskapa, marga svinaskrokka og heilu kjuklingabuin a einni skellinodru. I eitt skiptid sa eg fimm manna fjolskyldu a einni skellinodru. Astrali sem eg spjalladi vid sagdist hafa sed sex mann a einni skellinodru. Otruleg sjon.

Aetti ekki ad fara i jolakottinn i thetta skiptid, thvi ad sjalfsogdu for madur til klaedskera herna i Hoi An og let snida a mig ny jakkafot. Thad tok adeins einn dag og fyrir thad borgadi eg ca. 5000 kall. Og truid mer, eg for alls ekki i odyrustu sjoppuna, eina tha dyrustu ad mer telst til, ekta kasmir ull. Aetla mer tho ekki ad burdast med thetta restina af ferdalaginu, heldur sendi med posti a skerid. Posturinn herna krafdi mig um aevisoguna a fjorum eydublodum.

Hotelid ekkert slor, nostrad vid mann eins og kong. A mer til ad gleyma mer yfir MTV Asia. Kinverskir rapparar og kinversk straka- og stulknabond eru einfaldlega daleidandi.

Thrir dagar herna i Hoi An, sem er ca. i midju landsins. I kvold tek eg rutuna til Nha Trang thar sem eg verd i einn dag adur en eg held afram til Saigon.

Kvedja

Tommi.

10.11.04

A ferdinni

Hae ollsomul:

Skrifa ykkur sar a rassinum eftir 15 klst. rutuferdalag fra Hanoi til Hoi An thar sem eg er nuna. Timinn mikid til farid i ad komast a milli stada, og thannig lagad litid gerst fra thvi sidast.

Skildi vid ykkur thegar var ad fara ad skoda naeturlif theirra Catba eyjaskeggja, en a thessari eyju sem lifir a fiski og turisma, er ein adalgata og medfram henni rada bejarbuar sig til ad selja varning, kaupann eda bara syna sig. Adallega samt selja.

Sest nidur og fae mer bjor og fylgist med thokkadisum spila badminton a gotunni. Hja mer setjast nokkrir Vietnamar sem skilja ekki eitt ord i ensku, en med handapati er oft haegt ad eiga einfaldar samraedur. Er ekki viss en held ad einn vietnaminn hafi verid ad spyrja hvort eg vildi ekki eiga "nana samverustund" med annari badmintonstelpunni. Eg hristi hofudid.

Asiubuar sitja ansi oft a haekjum ser, eda eru i "squat"-stellingu eins og engilsaxar orda thad. Thessi stelling er adallega notud til hvildar stutta stund i einu, ein tho einnig thegar notud eru klosett af austraenum skyldleika. Til ad sitja a haekjum ser goda stund tharf lidleika, fimi, jafnvaegisskyn og litla likamsfitu, allt eiginleikar sem hinn hvita karlmann skortir. Ef farid er i asiuferd maeli eg med ad vidkomandi aefi thessa stellingu i nokkra manudi adur en farid er.

Talandi um litla likamsfitu, hef ekki enn sed feitan Vietnama. Enda engir Mcdonalds, engir Kentucky, engir Hard Rock. Bara hrisgrjon og aftur hrisgrjon.

For i nudd til ad na ur mer stirdleikann eftir kajak og trekk. Vissi ekki ad thad vaeri haegt ad lata braka i eyrunum.

Eftir ferdalag fra Halong Bay var eg kominn til Hanoi um kl. 1700 og kl. 1930 lagdi eg sidan i thetta ofsarutuferdalag hingad til Hoi An. Ferdadist megnid af leidinni vid hlidina a feitum frakka med yfirvaraskegg, grunsamlega likum Rene, franska kraareigandanum ur thattunum sem eg man ekki hvad hetu.

Litur ut fyrir ad eg se kominn i paradis her i oi An. Splaesti a finasta hotelherbergid hingad til (1200 kall nottin), sundlaug og alles. Her er frabaert vedur, gamli midbaerinn herna er vist a heimsminjaskra Unesco, og fullt af stodum ad skoda, strond rett hja, einfaldlega allt sem tharf. Er ad spa i ad rusta ferdaplaninu og dvelja her adeins lengur en aaetlad var.

Her i Hoi An eru lika tugir ef ekki hundrud thjonustuadila sem selja sersaumud fot fyrir nanast engan pening. Veit um suma sem myndu frodufella i spennitreyju yfir urvalinu herna en nefni engin nofn. SUN*Hóst*NA !!!

Med kvedju

Tommi.

8.11.04

Svamlad i Halong Bay

Heil og sael a ny

Tha er madur ad klara Halong Bay turinn og veran herna i Nordur Vietnam a enda.

Skildi sidast vid i Hanoi, thar sem eg eyddi deginum i rolegheitum i borginni. Ad sjalfsogdu aetladi eg ad hitta Ho Chi Minh, en kalling var i snyrtingu i Moskvu thannig ad ekki fekk madur ad heilsa upp a hann. (Fyrir tha sem ekki vita, tha er Ho Chi Minh, Jon Sigurdsson theirra Vietnama og er geymdur smurdur i glerburi i mikilli hvelfingu i Hanoi). For samt i Ho Chi Minh safnid undir vaskri stjorn hjolakerrubilstjorans mins, sem aetti ad nota peninginn sem eg borgadi honum fyrir i tannbursta og tannkrem, skelfilegt ad sja manninn.

Annars var bara labbad um alla midborgina, og vard medal annars fyrir theirri reynslu ad gomul kona hjalpadi MER yfir gotu.

Fekk mer sidan notalegan kvoldverd a gotuveitingahusi thar sem spjallad var undir prjonum vid vinalegan midaldra japana sem starfar i Hanoi. Taeknin med matarprjonana i thetta skiptid brast mer algerlega, missti, hitti ekki, helt ekki, og aumingja japaninn hlytur ad hafa beytt sig hordu ad hlaeja ekki ad mer. En af mikilli haeversku ad Japanskra sid, hrosadi hann mer i hastert fyrir prjonataekninga thegar leidir skildu.

Daginn eftir var haldid af stad til Halong Bay, sem er a heimsminjaskra Unesco, og er fraegt fyrir oteljandi og gullfallegar eyjar sinar sem tjodsagan segir ad se yfirbordid a dreka.

14 manna hopur i thessum tur, og byrjad a thvi ad koma ser fyrir i bat sem atti ad snaeda a og gista eina nott. Fyrsta malsverdinn lenti eg a bordi asamt fimm odrum Thjodverjum. Thad var leidinlegasti klukkutimi ferdarinnar. LEIDRETTING. Leidinlegasti klukkutimi lifs mins.

Siglt var aleidis til Catba eyjarinnar sem er staersta eyjan i thessum eyjaklasa. A midri leid var stokkid i sjoinn og ferdarykinu dustad af. Eftir kvoldverd var sidan farid upp a topp batsins, bjorinn sotradur, stjornurnar skodadar og spjallad. Eftir nokkra bjora for ad kvikna a Thjodverjunum og their voru ordnir bara agaetir eftir svona fimm-sex stykki. Spjallad fram eftir nottu, og sidan brugdum eg og ein thjodverjastulkan a thad rad ad na i rumdynur okkar og sofa undir beru lofti a toppi batsins. Urdum tho ad flyja i kaeturnar thegar thad byrjadi ad rigna um fjogurleytid.

Eftir svefnlitla og bjormikla nott var sidan upplagt ad nota daginn i dag til ad trekka i thjodgardi theirra Catba-eylendinga fyrir hadegi og eftir hadegi var kajakad um eyjurnar, med vidkomu a litilli en otrulega fallegri strond i ovidjafnanlegu umhverfi. (Thid sem lesid thetta i vinnunni - fyrirgefidi mer :) )

Nu er komid kvold herna a Catba eyju, kominn timi til ad lita a eyjaskeggja og hvad their hafa upp a ad bjoda.

Naest a dagskra er ad feta sig nidur Vietnam og thid heyrid liklega naest i mer i Hoi An.

Innilegar kvedur.

Tommi

6.11.04

Laeti i naeturlestinni

Heil og sael enn og aftur.

Aftur kominn til Hanoi, og verd her i einn dag adur en eg fer i thriggja daga ferd til Halong Bay.

Lokadagurinn i Sapa var rolegur, rolt um baeinn og markadir skodadir. Gomlu H'mong kellingarnar eru ekkert blavatn og voru litid ad fela thad thegar thaer budu manni baedi marijuana og opium (sem madur afthakkadi natturulega :) ).

Tok sidan rutuna fra Sapa til Lao Cai til ad na naeturlestinni til Hanoi. Deildi thar klefa med Englendingi, Ira og Vietnamskri stulku sem voru oll ad ferdast saman vegna brudkaups.

Thegar thau foru oll til vina sinna i odrum klefa ad fa ser ad borda, vard eg einn eftir i klefanum og tha byrjudu laetin. Folk helt greinilega ad eg vaeri einn i fjogurra manna klefa thvi eg thurfti ad beita horku til ad baegja fra Vietnomum sem aetludu ad svindla ser i toma svefnbekkina. Eftir sma tima kemur sidan starfmadur lestarinnar, kona um fertugt, inn i klefann og litur alvarlega i kringum sig. Eg spyr hvort eg geti hjalpad en hun svarar engu, en heldur a braut og kemur aftur med thennan staerdarinnar boggul i gulum poka. Sidan fer hun ad opna farangursgeymslur klefarins og er greinilega brugdid thegar hun ser ad thad er buid ad fylla thaer af farangri klefafelaga minna. Eg byd aftur adstod mina en kellingin bara skilur boggulinn eftir a golfinu, fer ut ur klefanum og lokar hurdinni a eftir ser. Og tharna er eg einn i klefanum med thennan stora pakka fyrir framan mig. Akved ad rannsaka pakkann adeins, pota i og kiki ofani. Margar pakkningar af einhverju leirkenndu brunu efni. EITT ALLSHERJAR SJOKK!!!!!!! FYRIR FRAMAN MIG ERU MORG MORG MORG MORG KILO AF EINHVERJU AFSKAPLEGA OLOGLEGU EFNI. Ef ad rong manneskja myndi opna hurdina nuna og sja mig med thetta i fanginu, tha vaeri eg i aratuga miklum vandraedum. I hugann koma kvikmyndir eins og Midnight Express og Breakdown Palace. Stend upp og opna hurdina og athuga hvort konan se a ferli. Se hana eftir minutu og spyr akvedinn hvad se i pakkanum. Hun kemur inn i klefann og reynir ad sussa a mig. Tha segi henni ad taka pakkann ut ur klefanum. Aftur reynir hun ad sussa a mig og segir "please please, no no, dont worry, ok". "I WILL CALL SOMEONE IF YOU DONT TAKE THIS AWAY" byrsti eg mig vid hana og vid thad gafst hun upp, tok pakkann og laedupokadist i burtu. I sjokki goda stund eftira, (thau eru ordin nokkur sjokkin i ferdalaginu til thessa og bara vika buin, hehe). Djöfullinn að hafa ekki tekið mynd af pakkanum.

Kom til Hanoi um 4.30 um nottina, og litid annad ad gera en ad setjast a gangstettina fyrir framan hotelid (sem opnadi ekki fyrr en kl. 7) og horfa a Hanoi vakna til lifsins (sem var skemmtilegt).

Med kvedju

Tommi.

5.11.04

Thaer eru katar H'mong stelpurnar i Sapa

Heil og sael ollsomul:

Sidasti dagurinn minn her i Sapa, i svolu fjallalofti. Vedrid herna er eins og gott islenskt sumarvedur.

Gaerdagurinn for i heilmikinn gonguleidangur undir vaskri stjorn hinnar katu stulku Mo ur H'mong aettbalki. Mo er sautjan ara, en litur ut fyrir ad vera 14 ara, talar ensku, fronsku, dalitla japonsku auk thess ad tala vietnomsku og tungumal H'mong aettbalksins.

Asamt fjorum odrum Astrolum var rolt um sveitirnar i kringum Sapa, komid vid i thremur thorpum H'mong folksins auk thess sem ad Mo baud okkur i heimsokn i hybili foreldra sinna, thar sem vid fengum ad kynnast modur, ommu og nokkrum systkynum Mo. Af mikilli gestrisni syndu thau okkur thessi otrulega einfoldu heimilisadstaedur og madur veltir fyrir ser hvadan hin mikla gladvaerd H'mong folksins komi fra, thvi ekki kemur hun af sokum veraldlegra audaefa. A svona stundu getur madur ekki annad en hugsad hvad vid Islendingar erum vanthakklatir fyrir audaefi okkar.

Eftir ad hafa labbad um sveitina i sjo klukkutima, var madur farinn ad hlakka til bilferdarinnar heim, enda blodrur, solbrunar og vodvar farnir ad keppast otaepilega um athygli mina. A leidinni urdu nokkrir vatnabuffaloar a vegi okkar, og thegar vid lobbudum framhja theim, toku their upp a tvi ad fara ad slast vid hvorn annan, og litlu munadi ad eg og astrolsk stulka fengu ad taka thatt i slagsmalunum obodin. Nadum ad stokkva undan a sidustu stundu og vorum i sjokki goda stund eftira.

Threytt en anaegd var keyrt af stad aftur ut a hotel, eftir vegi sem verid var i odaonn ad byggja, thar sem keyrt var othaegilega nalaegt vegarbrun thar sem var margra tuga thverhnipt nidur. Sem islendingur, fannst mer thetta svo sem ekkert tiltokumal, en allir astralarnir voru farnir ad bidja til guds. Til ad baeta grau ofan a svart, tha allt i einu kvad vid heljarmikil sprenging. Thar voru vegavinnumenn ad sprengja upp kletta vegna vegavinnunnar nokkur hundrud metra i burtu fra okkur, og mattum vid bida a veginum i 2 og halfan tima medan verid var ad rydja storgrytinu i burtu.

Um kvoldid fekk Mo mig og tvaer adrar astralskur stelpur med ser a matsolustad. Thar voru hinir ymsu rettir bordadir i vellystingum og skolad nidur med hrisgrjonavini. Vorum dalitid ahyggjufull yfir ungum aldri Mo, en hun let thad sem vind um eyru fljota, og hellti bara meira vini i glosin. Sidan borgadi hun fyrir allt saman og vildi ekki sja ad vid fengjum ad borga okkar hlut. Thetta folk kemur manni sifellt a ovart.

Ad lokum baud Mo okkur til vistarveru sinnar i Sapa sem er rumlega tveggja fermetra stort herbergi, althakid plakotum vietnamskra tonlistarstjarna. Fengum ad hlusta a vietnamska tonlist og blada i ljosmyndaalbuminu hennar. Mo er manneskja sem madur mun liklega aldrei gleyma thratt fyrir stutt kynni.

Naest er forinni heitid aftur til Hanoi og thadan fer madur annad hvort a morgun eda hinn til Halong Bay thar sem eg verd i 2-3 daga.

Kaer kvedja.

Tommi.

3.11.04

Staldrad vid i Sapa

Tha er madur kominn til Sapa, syfulegs baejar nyrst i Vietnam. Rolegheitin radandi herna sem er fint, god tilbreyting fra latunum i Hanoi, thar sem eg var i einn dag adur en eg kom hingad.

Gamli fjordungurinn i Hanoi er furdulegur stadur. Fra morgni til kvolds eru goturnar fullar af gangandi folki, endalausum flautandi motorhjolaokumonnum i bland vid reidhjolataxa med utlendinga i kerrunni. Engar umferdarreglur i gangi, bara ad passa sig a ad lenda ekki fyrir neinu. Haegt ad labba klukkustundum saman um hverfid en hafa samt a tilfinningunni ad madur se ad ganga um somu gotuna aftur og aftur. Algert volundarhus. Engu ad sidur tofrandi og skemmtilegur stadur

Ef thad er eitthvad sem Vietnamar elska, tha er thad bilflautan theirra. Their flauta thegar their nalgast thig, flauta thegar their eru alveg vid thig og flauta thegar their eru komnir framhja. Hef a tilfinningunni ad Vietnamar telji ad thvi meira sem their flauti, theim mun betur muni their hafa thad i naesta lifi.

For med naeturlest til Lao Cai, og thadan var manni keyrt i um klst. til Sapa. Deildi svefnvagni med astrolsku pari sem er buid ad vera a ferdinni um heiminn i sex manudi, og eiga tvo eftir. Svona a ad ferdast. Voru mjog uppnumin af thvi ad hitta Islending. Sagdi theim eitt og annad um Island og syndi theim vasaljosmyndabok sem eg ferdast alltaf med. Thegar eg minntist a eldgosid sem er i gangi nuna, fannst theim ad thau vaeru ad tala vid einhvern fra annari planetu. Ad ferdast sem Islendingur eru halfgerd forrrettindi, madur faer alltaf auka athygli ut a thad.

Asiubuar eru flestir alveg afskaplega illskiljanlegir i enskunni. En herna i Sapa er litill hopur sem talar bara finustu ensku, en thetta eru aettbalkastelpur a aldrinum 9-16 ara sem starfa vid leidsogn og turistasolu. Thetta eru otrulega skemmtilegar stelpur, alltaf til i ad strida og hlaeja. Hinn klassiski brandari ad benda a bringuna og spyrja "what's this" og sla lett i hoku vidkomandi thegar hann litur nidur er einstaklega vinsaell hja thessum stelpum, og eftir daginn i dag ma jafnvel greina roda a hokuendanum hja manni :) Thaer eru duglegar ad spyrja ad nafni og madur er alltaf jafn undrandi thegar einhver 10 ara stelpa heilsar ther med nafni en tha hafdi madur heilsad henni og 15 vinkonum hennar degi adur.

Fyrsta daginn herna i Sapa for eg i stuttan gonguleidangur undir stjorn hinnar 15 ara gomlu Sissi ur H'mong aettbalki. Talar fullkomna ensku, slatta i fronsku, hreint otrulega skyr og skemmtileg stulka. En hun ma ekki fara i skola vegna thess ad foreldrar hennar vilja thad ekki.

Sapa er einstaklega fallegur baer, sum husin herna reyndar storfurduleg, en hef a tilfinningunni ad thessi rolegheitastemning verdi fljott ur sogunni, thar sem ad bygging nyrra hotela virdist vera forgangmal herna, og margar nybyggingar i gangi.

Ferdin tiltolulega nyhafin, en strax er madur kominn med fimm plastra a faeturnar. Helv.. nyju sandalar. Verid buin ad ganga tha til ef thid gerid eitthvad svipad. Meira trekk a morgun. Vonandi lifi eg thad af.

Bless i bili.

Tommi

2.11.04

Lentur i landi Ho fraenda

Tha er madur kominn til Hanoi, hofudborgar Vietnams, og stemningin hefur breyst til mikilla muna. Sit herna i gamla fjordungnum i Hanoi og hlusta a hina endalausu en sihljomandi sinfoniu bilflauta, stjornad af okumonnum sem ad thvi ad virdist, haetta lifi sinu a hverju gotuhorni. Vestraenir ferdamenn af skornum skammti og allt odruvisi stemning en i Thailandi. Eg helt ad thad vaeri ekki haegt en ringulreidin virdist meiri her in i Bangkok.

Sidast skildi eg vid ykkur i bakpokahverfinu i Bangkok, en eftir emailskrif for eg a roltid ad leita mer ad einhverju godgaeti sem nog er af i hverfinu. Lenti a litlum, fataeklega innrettudum matsolustad sem var med ferskan fisk a klaka, og eg akvad ad endurnyja kynni min vid Red Snapper fiskitegundina, sem var alveg jafn godur og hann var i minningunni. Eyddi kvoldinu i ad spjalla vid skemmtilegt starfsfolk stadarins sem var duglegt vid ad plata bjor ofan i utlendinginn. Einn thjonninn syndi mer meira ad segja myndaalbumid sitt, thar sem hann med stolti syndi mer evropuferd sina. Var ekkert feiminn vid ad sina mer myndir thar sem hann og svissneskur vinur hans voru klaeddir engu nema badsapulodri. Furdulegt!

Svaf dalitid yfir mig i morgun og var daldid stressadur yfir ad maeta of seint a flugvollinn. Bilstjorinn tho fljotur ad keyra og eg var maettur rumlega klukkutima fyrir brottfor. En thegar eg geng inn i flugstodvarbyggingun blasir vid mer alger ringulreid. Bidradir daudans i gangi sem virtust ekki hreyfast ad neinu radi. Stressadur fer eg i eina rodina og eftir langa bid er eg kominn ad innritunarbordinu. "You not have gold card, wrong line.You go row 2". Sjitturinn. Halftimi i brottfor og eg tharf ad fara aftast i adra martradarbidrod. Bit a jaxlinn og vona thad besta, og vel tha rod sem eg tel retta (thad var erfitt ad sja hvar thaer byrjudu og endudu). Eg spyr thailenska gaura a undan mer, "Is this row 2, economy class". "Yes yes, segja their vinalega. Stressid eykst, eg nae thessu aldrei!! Thegar rodin komur loksins ad vinunum a undan mer, draga their upp einhver kort. FOKK. Eg er i djofulsins silfurkortarodinni, og eg se ad rodin sem eg atti ad vera i er lengri en laugarvegsbilarod a fostudagskveldi og tiu minutur i brottfor. "Tha er thetta buid" hugsadi eg med mer. Tha birtist alltieinu threytuleg starfsstulka og sest vid toman bas sem stendur a "Carry on bags only". Skyndilega ljos i myrkrinu, en eg er ekki sa eini sem fatta thetta, en nae ad verda thridji i thessari nyju rod. Eg kem ad innritunarbordinu fjorum minutum fyrir brottfor, svitaperlunar ordnar oteljandi a andlitinu!!! Ad sjalfsogdu kemur upp eitthvert vandamal, stulkan tharf ad hringja eitthvert og eg halfpartinn buinn ad gefast upp. Loksins rettir stulkan mer midana og segir ofursvalt og rolega, "please run". Let ekki segja mer thad tvisvar. Hleyp af stad og kem ad odrum bas. Thar atti ad borga helv, flugvallarskattinn, og eg ekki med neitt nema kort a mer. "You take creditcard", spyr ég starfsmanninn. "No creditcard". AETLAR THESSARI MARTROD ALDREI AD ENDA!!!! Hleyp i ofbodi i leit ad hradbanka og finn loksins einn, thar sem eg ryd odrum vidskiptavinum hradbankans ur vegi med rett lystu ordunum "EMERGENCY". Fimm minutur komnar yfir brottfarartima og eg lifi i voninni um seinkun. Tek ut peninginn, borga flugvallarskattinn, og tha er komid ad vegabrefsskodun. Reyni mitt mesta ad lita ekki ut eins og stressadur eiturlyfjaflytjandi, og kemst loksins inn i brottfararsalinn.

Eins og i yktri biomyndasenu hleyp eg a hrada sem Amazing Race keppendur myndu ofunda mig af um salinn i leit ad hlidi 31. Sem betur fer var ekki of langt thangad og gud hefur blessad mig. Tharna voru starfsmenn Thai Airways ad ganga fra sinum malum thegar eg maetti, flugvelinni seinkadi og thegar eg geng inn i velina var verid ad huga ad lokun hurdar. Otharft ad segja ad eg var i spennusjokki allan flugtimann til Hanoi.

Thar til naest.

Tommi.

1.11.04

Lentur í Bangkok

Eftir langt og strang ferdalag er madur lentur i Bangkok, thar sem eg verd i solarhring adur en eg flyg afram til Hanoi.

Sunna systir skutladi mer upp a flugvoll a laugardagsmorgun, thar sem vid toku fastir lidir eins og venjulega. Hvad er malid? Aftur byrja allir ad avarpa mig, "can I help you sir". Thetta er ekki fyndid lengur. Meira ad segja thegar eg kem i flugvelina, tha segir flugfreyjan, "your ticket number please". "FIMMTAN A" segi eg a kjarnyrtri islensku akvedinn a svip. "Allright sir, its here to the right". AAAArrgghhhhh.

Uppthornada eggjahraeran og kartofluteningarnir stodust minar vaentingar i Flugleidavelinni, skammtastaerdin skemmtilega rausnarleg.

Lent a Heathrow og vid toku orugglega leidinlegustu 10 timar minir i ferdinni. Eg thekki 4 almu Heatrow-flugvallar nu eins og handarbakid a mer.

Flugid fra London til Bangkok einkenndist af mikilli barattu vid ad reyna ad sofa, og med hjalp eyrnatappa, uppblasins halspuda og augnhlifar var haegt ad kreista ut nokkrar 30 min. kriur. Flaug med British Airways, ekkert ad kvarta yfir thar.

Bangkok tok a moti mer med 30 stiga mengunarmollu eins og henni einni er lagid. Kominn upp a hotel seinnipartinn thar sem eg rotast fljotlega af threytu.

Bangkok hefur litid breyst fra thvi eg var her sidast, kannski adeins gedveikari. Eg er sannfaerdur um ad fyrstu ord thailenskra barna seu ekki ord eins og mamma, pabbi eda bolti, heldur "you buy from me sir". Otrulegt hvad solumenn herna eiga erfitt med ad skilja hid einfalda ord "nei". Their elta mann fleiri tugi metra, thratt fyrir ad siendurteknar neitanir. Madur reyndar adeins sjoadri nuna en i fyrra, thannig ad solukellingar med poppbaunir fengu ekki adgang ad mer ad thessu sinni.

Sit herna a Khao san Road i Banglamhoo hverfinu i Bangkok og stemningin alltaf jafn skemmtileg. Stutt i flugid til Hanoi, thar sem eg byrja a thvi ad ferdast til Sapa, sem er fjallathorp rett vid landamaeri Kina.

Kvedja

Tommi.