landakonnun.blogspot.com

22.11.04

Leitad ad a-ping

Eftir hadegi i gaer akvad eg ad leggja af stad til smabaejarins Skuon, sem ku vera um klukkutima akstur fra Phnom Penh. Tha var bara ad finna taxa, en thegar skellinodrubilstjorinn minn hann Leung, komst a snodir um fyriraetlanir minar, vildi hann ekki heyra ad eg taeki taxa. Hann myndi taka mig sjalfur a skellinodrunni sinni, litid mal, klukkutima ferdalag adra leidina, vid myndum bara hafa gaman ad thessu. Thar sem thad er frekar audvelt ad tala mig til, tha laet eg tilleidast og vid leggjum i hann upp ur tvo leytid.

Astadan fyrir ahuga minum a thessu tja frekar omerkilega thorpi i Kambodiu, Skuon, er su ad a tima Raudu Kmeranna vard folk ad leyta allra leida til ad leita ser aetis, og i Skuon var gengid svo langt ad leggja ser til munns thad sem innfaeddir kalla a-ping, en a hinu ylhyra kallast kongulaer, nanar tiltekid storar lodnar tarantulur. Og thratt fyrir ad nu se nog af faedi i dag, tha hefur thessi sidur ad borda kongulaer haldist i Skuon og takmark mitt var ad fa ad bragda a thessum lodnu kraesingum.

Af stad holdum vid og eg er strax farinn ad sja eftir ad hafa tekid motorhjolataxa, heitt i vedri og rassinn aumur eftir skellinodruferdir sidustu daga. Uppvedrast heldur ekki thegar vid keyrum fram a skellinodruarekstur. Daudaslys. Sjit, hvad er eg ad hugsa ad ferdast aftan a skellinodru einhverja 200 km um sveitir Kambodiu? Jaeja, of seint ad haetta vid nuna.


Ekki lagast astandid thegar Leung fer ad spyrja til vegar eftir akstur i einn og halfan klukkutima. Af hverju tok eg ekki venjulegan taxa sem veit hvert hann er ad fara? Afram holdum vid og Skuon hvergi i sjonmali. En ad venju er Leung upplitsdjarfur, og er duglegur vid ad benda mer a alla hrisgrjonaakrana sem vid keyrum framhja (og vid keyrdum framhja morgum).

Loksins eftir tveggja tima akstur keyrum vid fram a Skuon, og erum ekki lengi ad finna solukonu med storann bakka fullan af tarantulum. Undirritadur fekk ser tvaer og byrjadi ad kjammsa a theim. Faetur og hofud voru stokk, en bukurinn mjukur undir tonn. Bragdinu reyni eg ekki ad lysa en mer likadi vel og fekk mer tvaer i vidbot. Eftir ad hafa bragdad a nokkrum odrum synishornum a Skuon-markadi leggjum vid af stad til baka. Tveggja tima akstur framundan. Hvad var eg ad hugsa ad taka skellinodrutaxa?

A leidinni til baka vard eg vitni ad einu fallegasta solsetri sem eg hef sed. Ad sja solina setjast med utsyni yfir hrisgrjonaakra og palmatre a vid og dreif. Olysanlegt.

Komid myrkur thegar vid komum ad borgarmorkum Phnom Penh, og keyrum tha fram a modur allra umferdarstifla. Allir bilar kolfastir en skellinodrurnar sikksakka framhja. DJOFULSINS SNILLINGUR VAR EG AD FARA MED SKELLINODRUTAXA!!! Vid erum ad tala um tuga kilometra umferdarstiflu og ef eg hefdi farid med bil hefdi eg an efa thurft ad dusa i stiflunni fram yfir midnaetti. Reyndar var stiflan svo thykk a timabili ad jafnvel skellinodurnar thurftu ad stoppa pikkfastar i um einn og halfan tima og adeins fotgangandi gatu komist afram en tho med herkjum. En um losnadi um sidir og eg kominn upp a hotel um half atta leytid, hlaejandi ad theim sem voru svo vitlausir ad ferdast um a bilum.

Gaman ad fylgjast med folkinu i umferdarstiflunni. Allir bara rolegir, segja brandara, spjalla o.s.frv. For ad hugsa um Islendinga i somu sporum og sa fyrir mer rifrildi, slagsmal, oskur og laeti.

I dag var farid fra Phnom Penh. Eftir ad hafa kvatt Leung og thakkad fyrir allann aksturinn var stigid upp i rutu og stefnan tekin til Siam Reap. Sofna i rutunni en vakna eftir ca. tvo tima thegar rutan tok sitt fyrsta stopp. Kiki ut og thad fyrsta sem eg se er ad eg er staddur i Skuon og fyrir framan mig er kona med storan bakka af tarantulum. AAAAAAAAAAAARRRRRRGGHHHHHHHHH.

Eftir nokkurra minutna sjokk reyni eg ad gera thad besta ur ollu og fae mer nokkrar tarantulur i vidbot.

Er nuna nykominn til Siam Reap, og a morgun byrja eg skodun mina a gimsteini sudaustu-asiu, Angkor Wat og adrar byggingar i nagrenni thess.

Kvedja

Tommi.

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home