landakonnun.blogspot.com

27.11.04

Sidustu dagarnir i Kambodiu


Sidustu dagarnir i Kambodiu voru svipadir theim fyrstu. Fyrriparturinn for i ad skoda hof og rustir Angkor, og seinniparturinn for i ad hvila sig a fyrripartinum med mat, blund med edlunni og lestur boka. Agaetis upphitun fyrir letilifid a strondinni sidustu vikuna.

Thar kom ad thvi. Eg vard fyrir algengustu meidslum turista i SA-Asiu, ad brenna mig a haegri fotinum a utblastursrori skellinodrunnar sem eg var farthegi a. Bilstjoranum leid hraedilega og keyrdi ut i naestu bud til ad kaupa smyrsl til ad setja a sarid. Um leid og hann bar smyrslid a fann eg fyrir thaegilegum straumi lettis i sarinu, smyrslid var kaelandi og svidinn minnkadi. Greinilega eitthvert Kambodiskt tofralyf tharna a ferdinni. Thegar eg var kominn upp a hotel, tok eg smyrsltupuna upp og aetladi ad rannsaka betur, sa eg ad um var ad raeda tannkrem med mintubragdi.

Um SA-Asiu er nu a ferdinni hvirfilbylur, en vott af honum fengum vid i Siam Reap i formi urhellis. Og vid erum ekki ad tala um neina venjulega rigningu. I um klukkutima rigndi svo mikid ad madur gat ekki varist hlatri yfir sjoninni sem blasti vid manni. Thetta var eins og kroftug sturta, madur gegnvotur eftir orfaar sekundur. Krokkunum thotti gaman ad busla i rigningunni, enda agaetis tilbreyting fra hitanum.

Yfirgaf Siam Reap i gaer, og tok taxa ad landamaerunum ad Thailandi i ferd sem tok ca. 3 tima. Bilstjorinn keyrdi eins og hann aetti orfaar minutur til ad bjarga alheiminum, a vegi sem laetur islenska malarvegi lita ut eins og Autobahn. Aldrei a aevinni hef eg verid jafn hraeddur i bil og oskiljanlegt hvernig bilstjoranum tokst ad koma i veg fyrir arekstur a bufenad, gangandi vegfarendur og onnur okutaeki. Aldrei upplifad annan eins hristing og otrulegt ad billinn skuli vera i heilu lagi.

Let stimpla mig ut ur Kambodiu i landamaerabaenum Poipet, sem hefur fengid nafnbotina handarkriki SA-Asiu. Thetta er liklega mest oadlandi stadur sem eg hef sed, rusl ut um allt, byggingarnar flestar ad hruni komnar og betlarar og krypplingar ut um allt og gotusvindlarar reyna allt til ad fefletta mann. Flytti mer yfir til Thailands thar sem astandid var mun skarra.

Tok rutu til Bangkok og kominn thangad um kvoldid thegar eg fattadi ad nu er hamark a ferdamannatimabilinu og eg ekki med bokad hotel. Fann tho eitt med laust herbergi eftir tveggja tima leit orthreittur, litid vandamal ad sofna.

Fer i dag med rutu til sudurhluta Thailands thar sem vid tekur algert letilif. Buinn ad panta mer herbergi a gistiheimilinu "Den danske kro" sem er a Kata strondinni i Phuket-eyju sem liggur ad Andamanhafi. Thar aetla eg ad liggja i leti, eta, sola mig, eta, lesa bokina mina og eta i taepa viku. Sokum tilbreytingalitilla lifnadarhatta thennan tima mun eg einungis senda einn post i vidbot, undir lok ferdarinnar.

Kv.

Tommi.

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home