landakonnun.blogspot.com

3.11.04

Staldrad vid i Sapa

Tha er madur kominn til Sapa, syfulegs baejar nyrst i Vietnam. Rolegheitin radandi herna sem er fint, god tilbreyting fra latunum i Hanoi, thar sem eg var i einn dag adur en eg kom hingad.

Gamli fjordungurinn i Hanoi er furdulegur stadur. Fra morgni til kvolds eru goturnar fullar af gangandi folki, endalausum flautandi motorhjolaokumonnum i bland vid reidhjolataxa med utlendinga i kerrunni. Engar umferdarreglur i gangi, bara ad passa sig a ad lenda ekki fyrir neinu. Haegt ad labba klukkustundum saman um hverfid en hafa samt a tilfinningunni ad madur se ad ganga um somu gotuna aftur og aftur. Algert volundarhus. Engu ad sidur tofrandi og skemmtilegur stadur

Ef thad er eitthvad sem Vietnamar elska, tha er thad bilflautan theirra. Their flauta thegar their nalgast thig, flauta thegar their eru alveg vid thig og flauta thegar their eru komnir framhja. Hef a tilfinningunni ad Vietnamar telji ad thvi meira sem their flauti, theim mun betur muni their hafa thad i naesta lifi.

For med naeturlest til Lao Cai, og thadan var manni keyrt i um klst. til Sapa. Deildi svefnvagni med astrolsku pari sem er buid ad vera a ferdinni um heiminn i sex manudi, og eiga tvo eftir. Svona a ad ferdast. Voru mjog uppnumin af thvi ad hitta Islending. Sagdi theim eitt og annad um Island og syndi theim vasaljosmyndabok sem eg ferdast alltaf med. Thegar eg minntist a eldgosid sem er i gangi nuna, fannst theim ad thau vaeru ad tala vid einhvern fra annari planetu. Ad ferdast sem Islendingur eru halfgerd forrrettindi, madur faer alltaf auka athygli ut a thad.

Asiubuar eru flestir alveg afskaplega illskiljanlegir i enskunni. En herna i Sapa er litill hopur sem talar bara finustu ensku, en thetta eru aettbalkastelpur a aldrinum 9-16 ara sem starfa vid leidsogn og turistasolu. Thetta eru otrulega skemmtilegar stelpur, alltaf til i ad strida og hlaeja. Hinn klassiski brandari ad benda a bringuna og spyrja "what's this" og sla lett i hoku vidkomandi thegar hann litur nidur er einstaklega vinsaell hja thessum stelpum, og eftir daginn i dag ma jafnvel greina roda a hokuendanum hja manni :) Thaer eru duglegar ad spyrja ad nafni og madur er alltaf jafn undrandi thegar einhver 10 ara stelpa heilsar ther med nafni en tha hafdi madur heilsad henni og 15 vinkonum hennar degi adur.

Fyrsta daginn herna i Sapa for eg i stuttan gonguleidangur undir stjorn hinnar 15 ara gomlu Sissi ur H'mong aettbalki. Talar fullkomna ensku, slatta i fronsku, hreint otrulega skyr og skemmtileg stulka. En hun ma ekki fara i skola vegna thess ad foreldrar hennar vilja thad ekki.

Sapa er einstaklega fallegur baer, sum husin herna reyndar storfurduleg, en hef a tilfinningunni ad thessi rolegheitastemning verdi fljott ur sogunni, thar sem ad bygging nyrra hotela virdist vera forgangmal herna, og margar nybyggingar i gangi.

Ferdin tiltolulega nyhafin, en strax er madur kominn med fimm plastra a faeturnar. Helv.. nyju sandalar. Verid buin ad ganga tha til ef thid gerid eitthvad svipad. Meira trekk a morgun. Vonandi lifi eg thad af.

Bless i bili.

Tommi

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home