landakonnun.blogspot.com

16.11.04

Thaer eru gaefar rotturnar i Saigon

Komidi sael enn og aftur:

Sidari dagurinn minn herna i Saigon og stelpurnar i Madame Cu hotelinu medhondla mig eins og nainn aettingja eftir margra ara adskilnad. Adalhotelstyran kom mer a ovart med thvi ad thakka fyrir sig a islensku, eg er greinilega ekki fyrsti Islendingurinn til ad gista a thessu litla hoteli. Litill heimur.

Saigon synist mer fylgja storborgarformulunni i asiu; allt of mikid af folki, allt of mikid af litrikum skiltum og enginn fylgir umferdarreglum. Ojardnesk upplifun ad vera aftan a skellinodrutaxa i adalumferdarteppu dagsins kl. fimm. Hafsjor af folki a skellinodrum fyrir framan thig og aftan, og truid mer ad thad er ekkert verid ad haegja mikid a ser herna thratt fyrir thvoguna, bara sikksakkad og vonad thad besta. Thakka gudi fyrir ad hneskeljarnar eru heilar.

For a veitingastad i gaerkveldi sem var daldid ut fyrir turistasvaedid. Thjonustustelpurnar foru i hlaturskast i hvert skipti sem thaer akvadu hver theirra aetti ad thjona utlendingnum, og voru greinilega anaegdar med ad fa ad aefa sig i enskunni. Undarlegt bragd af ondinni sem eg fekk mer.

Eftir matinn fekk eg mer saeti a torgi fyrir framan operuhus borgarinnar med bok i hond. Eftir tiu minutna lestur sest hja mer ung stulka, kannski svona 16-18 ara og byrjar ad spjalla, thetta hefbundna turistaspjall, hvadan ertu, hve lengi i Vietnam, ertu giftur o. s. frv. Eg held sidan lestrinum afram og stulkan situr afram vid hlidina a mer. Eftir drykklanga stund segir stulkan "I love you". HVAD!! Er eg virkilega svona heillandi personuleiki ad ungar stulkur falla kylliflatar eftir nokkurra minutna spjall. Eg spurdi "What" og aftur segir hun "I love you" en i thetta skiptid synir hun mer ad thvi ad synist vera lykill i hond. Tha rann upp fyrir mer ljos ad thetta var spurning en ekki stadhaefing hja stulkunni og thegar eg neitadi hennar freistandi astartilbodi vard hun ful og vildi vita hvi eg neitadi henni. Eg bara brosti og kenndi threytu um ahugaleysid, frekar slopp afsokun sem var langt fra thvi ad eyda fylukasti hennar.

Ad labba ad eftir ad skyggja tekur um borgir Vietnam getur verid athyglisverd reynsla, serstaklega ef madur labbar a svaedi thar sem markadir hofdu verid fyrr um daginn. Thar halda nefninlega rottur sig gjarnar (greinilega vel i holdum) og eru aldeilis ofeimnar vid einvern gaur fra Islandi. Eg myndi bera thaer saman vid thjodvegarollur a Islandi, thaer eru ekkert ad faera sig fra fyrr en madur er kominn alveg ad theim en tha lulla thaer ser i rolegheitum til hlidar. I eitt skiptid thegar eg labbadi i gegn um svona svaedi voru thaer a.m.k. tiu-fimmtan talsins. Mer var ekki alveg sama.

I dag for eg ad skoda Cu Chi gongin, sem flestir aettu ad kannst vid ur Vietnam-stridsmyndunum, en thetta eru pinulitil og throng gong sem Viet-cong skaerilidarnir grofu til ad hyljast amerikananum. Undir vaskri stjorn Hr. Binh sem er fyrrum hermadur Sudur-Vietnamshers leiddi hann mer og nokkrum odrum um svaedid og i fjarska heyrdust skothvellir fra aefingasvaedi Vietnamshers. Kannski haegt ad segja ad madur hafi fengid orlitla nasasjon af thvi hvernig andrumsloftid a atakasvaedunum var.

Fell i freistni eftir ferdina og for og fekk mer borgara og franskar og gaf grjonunum fri. Gat ekki annad en hlegid thegar maturinn kom. Med hamboraranum fylgdu 13 stykki af fronskum kartoflum. Ja eg taldi.

A morgun held eg ferdinni afram aleidis til Kambodiu, en adur en farid er yfir landamaerin, mun eg ferdast um "braudkorfu Vietnams", Mekong Delta-svaedid. Eftir thrja daga verd eg liklega kominn til Phnom Phen.

Bid ad heilsa i bili

Tommi.

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home