landakonnun.blogspot.com

5.11.04

Thaer eru katar H'mong stelpurnar i Sapa

Heil og sael ollsomul:

Sidasti dagurinn minn her i Sapa, i svolu fjallalofti. Vedrid herna er eins og gott islenskt sumarvedur.

Gaerdagurinn for i heilmikinn gonguleidangur undir vaskri stjorn hinnar katu stulku Mo ur H'mong aettbalki. Mo er sautjan ara, en litur ut fyrir ad vera 14 ara, talar ensku, fronsku, dalitla japonsku auk thess ad tala vietnomsku og tungumal H'mong aettbalksins.

Asamt fjorum odrum Astrolum var rolt um sveitirnar i kringum Sapa, komid vid i thremur thorpum H'mong folksins auk thess sem ad Mo baud okkur i heimsokn i hybili foreldra sinna, thar sem vid fengum ad kynnast modur, ommu og nokkrum systkynum Mo. Af mikilli gestrisni syndu thau okkur thessi otrulega einfoldu heimilisadstaedur og madur veltir fyrir ser hvadan hin mikla gladvaerd H'mong folksins komi fra, thvi ekki kemur hun af sokum veraldlegra audaefa. A svona stundu getur madur ekki annad en hugsad hvad vid Islendingar erum vanthakklatir fyrir audaefi okkar.

Eftir ad hafa labbad um sveitina i sjo klukkutima, var madur farinn ad hlakka til bilferdarinnar heim, enda blodrur, solbrunar og vodvar farnir ad keppast otaepilega um athygli mina. A leidinni urdu nokkrir vatnabuffaloar a vegi okkar, og thegar vid lobbudum framhja theim, toku their upp a tvi ad fara ad slast vid hvorn annan, og litlu munadi ad eg og astrolsk stulka fengu ad taka thatt i slagsmalunum obodin. Nadum ad stokkva undan a sidustu stundu og vorum i sjokki goda stund eftira.

Threytt en anaegd var keyrt af stad aftur ut a hotel, eftir vegi sem verid var i odaonn ad byggja, thar sem keyrt var othaegilega nalaegt vegarbrun thar sem var margra tuga thverhnipt nidur. Sem islendingur, fannst mer thetta svo sem ekkert tiltokumal, en allir astralarnir voru farnir ad bidja til guds. Til ad baeta grau ofan a svart, tha allt i einu kvad vid heljarmikil sprenging. Thar voru vegavinnumenn ad sprengja upp kletta vegna vegavinnunnar nokkur hundrud metra i burtu fra okkur, og mattum vid bida a veginum i 2 og halfan tima medan verid var ad rydja storgrytinu i burtu.

Um kvoldid fekk Mo mig og tvaer adrar astralskur stelpur med ser a matsolustad. Thar voru hinir ymsu rettir bordadir i vellystingum og skolad nidur med hrisgrjonavini. Vorum dalitid ahyggjufull yfir ungum aldri Mo, en hun let thad sem vind um eyru fljota, og hellti bara meira vini i glosin. Sidan borgadi hun fyrir allt saman og vildi ekki sja ad vid fengjum ad borga okkar hlut. Thetta folk kemur manni sifellt a ovart.

Ad lokum baud Mo okkur til vistarveru sinnar i Sapa sem er rumlega tveggja fermetra stort herbergi, althakid plakotum vietnamskra tonlistarstjarna. Fengum ad hlusta a vietnamska tonlist og blada i ljosmyndaalbuminu hennar. Mo er manneskja sem madur mun liklega aldrei gleyma thratt fyrir stutt kynni.

Naest er forinni heitid aftur til Hanoi og thadan fer madur annad hvort a morgun eda hinn til Halong Bay thar sem eg verd i 2-3 daga.

Kaer kvedja.

Tommi.

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home