landakonnun.blogspot.com

21.2.06

Er drengurinn þá rokinn ... eina ferðina enn !!!

Ljótt að heyra. Hvað er með þennan strák. Löngu kominn yfir þrítugt og er endalaust að þvælast eitthvert út í rassgat. Getur hann ekki náð sér í einhverja kellingu??

Jú jú. Þetta verður sjálfsagt viðbrögðin hjá vinum og ættingjum Tomma þegar þeir heyra af nýjustu ferðaplönum hans. Assgotans ferðaveiran. Nastí og ólæknandi sjúkdómur sem hlífir engum sem að einu sinni fá hann. Og hún er verulega illskeytt í greyinu Tomma þessa dagana því hann hefur ákveðið að fara í enn einn "túrinn". Og hvert ætlar drengurinn? - Jú þið gátuð rétt - til Asíu, enn og aftur.

Nú ætlar strákurinn að fljúga til Nepal þann 10. mars nk. og dvelja þar fyrstu vikurnar, þ.e.a.s. ef það verður ekki búið að loka landinu, þar sem pólitískur óstöðugleiki er ansi mikill þessa dagana. Í Nepal heldur nefninlega Gyanendra konungur um stjórnartaumana, og vill fyrir alla muni ekki missa þá þrátt fyrir mikinn þrýsting frá flestum öðrum landsmönnum. Upp á síðkastið hafa verið útgöngubönn í gangi, búið að handtaka stjórnmálaandstæðing, verkföll boðuð og mótmæli í gangi á götum Kathmandu, höfuðborgar Nepal.

Og í þessa vitleysu ætlar Tommi að dýfa stóru tánni útí. Vonandi að það verður farið að róast þegar kemur að brottför. Reyndar er ætlunin að eyða lunganum af dvölinni í Nepal á „þaki heimsins“ - Himalæjafjöllunum - nánar tiltekið að ganga frægan og vinsælan gönguleiðangur um Annapurna fjallgarðinn, u.þ.b. 300 km í æðisgengnu landslagi þessa landsvæðis og farið verður upp í allt að 5500 metra hæð. Til viðmiðunar má benda á að Grunnbúðir Mount Everest eru á mjög svipaðri hæð.

En þetta er ekki allt, ónei!! Eftir mánuð í Nepal ætlar pörupilturinn að hoppa yfir til Laos og leika þar lausum hala í nokkrar vikur. Laos á að vera best geymda leyndarmál Suðaustur asíu og best að grípa tækifærið og drífa sig áður en þeir fara að byggja McDonalds.

Síðustu eina til tvær vikurnar verður síðan að venju tekið með meiri ró, en enn er óákveðið hvernig þeim verður eytt.

Enn eru ca 20 dagar brottför, og þangað til verður sjálfsagt eitthvað bloggað um undirbúning ferðar, hugleiðingar eða hvaðeina sem Tomma dettur í hug.

Hér fyrir neðan eru síðan póstarnir frá mínum fyrri ferðum fyrir þá sem hafa áhuga.

4 comments:

At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna hér. Það verður gaman að fylgjast með þessari síðu á næstunni.

Karen

 
At 10:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já þú ert nú meiri ævintýragarpurinn..... en mér finnst það frábært hjá þér að njóta lífssins og skoða heiminn. Það eru sko alls ekki allir svo lánssamir að geta þetta ( eða þora í mínu tilviki hehe ). Svo ég seigi nú bara góða ferð kallinn minn og komdu þér nú ekki í nein vandræði þarna úti.
Við hugsum til þín héðan af klakanum. Kær kveðja Anna Dögg:)

 
At 10:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Je beibe!! ÉG er þinn helsti aðdáandi þegar kemur að þessum rassgata ferðalögum þínum! Hlakka gepveikt til að lesa pistlana þína! Vonandi kemurðu svo heim með einhverja kellingu og hættir svo þessari vitleysu... NÆH!!! NEVVAAA!!! Þú átt eftir að fara til suður-Ameríku, ég bíð eftir því!

Ógisslega góða ferð Tommi!!

 
At 6:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll félagi, það verður gaman að fylgjast með þessu ævintýri hjá þér og heyra af þeim ævintýrum sem þú kemur til með að lenda í. Farðu varlega, hætturnar leynast víða.

Kv. Hilmar Þór

 

Skrifa ummæli

<< Home