landakonnun.blogspot.com

23.2.06

Hægðir á ferðalögum

Í þessum ferðalögum mínum um asíu, hefur reglulega verið fjallað um upplifun mína á klósettmenningu asíubúa. Að vísu eru klósett af vestrænum toga í öllum hótelum og gistihúsum, en þegar kemur að afskekktari byggðum, samgöngutækjum (lestir, rútur) og stoppistöðvum, þá er ekki lengur hægt að hlamma sér letilega á skálina, ónei, þá þarf að hefja leikfimiæfingar.

Squat-klósettin eru ekki flókin fyrirbæri, stundum bara hola í jörðina, og yfirleitt af þeirri stærðargráðu að maður þarf virkilega að vanda sig við að miða rétt. Og að miða rétt er ekki eins auðvelt og margur gæti haldið. Það er ekki eins og maður hafi augu þarna niðri. Einu sinni var ég algerlega "off target" eftir að hafa "niðurhalað" allt of miklu magni. Það var ekki falleg sjón og þurfti ég því með handafli að færa afkvæmi mitt á réttan stað. Það sem bjargaði mér þá var að ég var vopnaður klósettpappír sem ég geymdi í bakpokanum, en þess ber að geta að klósettpappír en venjulega ekki notaður á þessum stöðum.

„ENGINN KLÓSETTPAPPÍR??!!“ kynni nú einhver að segja með hneykslunartón í röddinni. Jú mikið rétt. Á squat-klósetti er það skál sem maður fyllir af vatni og svo er það bara vinstri höndin sem gildir. „Bíddu við“, kynni nú einhver annar að segja: „Ertu að segja að þú notir vinstri höndina á þér til að skei...“ -- „JÁ.. akkurat það sem ég er að segja“.

„Oooojjjjj...ógeðslegt“ segja nú örugglega allir í kór. En þegar maður fer að pæla virkilega í þessu, þá er þetta ekki svo slæmt. Í rauninni skilja margir asíubúar ekkert í því að við á Vesturlöndum látum eitthvert pappírssnifsi duga í því að hreinsa dæmið. Eins og vitur maður sagði einhverntímann við mig: „Þú þrífur ekki skítugan uxa með dagblöðum“. Bara muna að þvo sér um hendurnar eftirá. Einnig er sterkur punktur að þú þarft aldrei að sitja á einhverri skítugri klósettskál, heldur siturðu á hækjum þér og lætur loftið leika um afturendann.

Þegar í Nepal er komið og gönguleiðangurinn hefst um Annapurna fjallgarðinn, þá þýðir lítið að fylla bakpokann af klósettpappír. Nei, með vinstri hendina að vopni verða mér allir vegir færir.

2 comments:

At 5:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Afar athyglisverð lesning Tommi minn. Ein af misteríum ævi minnar hefur verið upplýst. Aftur á móti bendi ég þér einn kost til viðbótar og hann er sá að squatting losun ku víst draga úr líkum á ristilkrabbameini. Hægt er að fá eins konar stadív sem gera manni kleift að sunda þessa iðju á postulíninu heima fyrir. Þar má jafnvel nota hendur við hreinsun.

 
At 11:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

*Klukk*

Ég hef...
( ) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
( ) verið ástfangin/n
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n-
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
( ) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
( ) logið að vini/vinkonu
( ) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
( ) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
( ) farið á skíði
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
( ) farið á tónleika
( ) tekið verkjalyf
( ) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
( ) legið á bakinu úti og horft á skýin
( ) búið til snjóengil
( ) haldið kaffiboð
( ) flogið flugdreka
( ) byggt sandkastala
( ) hoppað í pollum
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
( ) rennt þér á sleða
( ) svindlað í leik
( ) verið einmana
( ) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
( ) horft á sólarlagið
( ) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
( ) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
( ) verið misskilin/n
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru
( ) farið yfir á rauðu ljósi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) verið með spangir/góm
( ) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) fengið deja vu
( ) dansað í tunglskininu
( ) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
( ) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
( ) verið týnd/ur
( ) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
( ) grátið þig í svefn
( ) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
( ) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
( ) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
( ) hringt símahrekk
( ) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
( ) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
( ) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
( ) farið á rúlluskauta/línuskauta
( ) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk -
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig


Fjögur störf sem ég hef starfað yfir ævina:
1.
2.
3.
4.

Fjórar myndir sem ég get horft á aftur og aftur:
1.
2.
3.
4.

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1.
2.
3.
4.

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að hrofa á (ekki í sérstakri röð):
1.
2.
3.
4.

Fjórir staðir sem ég hef farið í frí:
1.
2.
3.
4.

Fjórar heimasíður sem ég heimsæki daglega
1.
2.
3.
4.

Fjórar uppáhalds matartegundir:
1.
2.
3.
4.

Fjórir geisladiskar sem ég get ekki verið án:
1.
2.
3.
4.

Fjórir staðir sem ég myndi frekar vilja vera á:
1.
2.
3.
4.

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:
1.
2.
3.
4.

 

Skrifa ummæli

<< Home