landakonnun.blogspot.com

24.3.06

Halfnadur a gongunni

Skrifa nuna einungis til ad lata vita ad eg er a lifi og lidur bara vel. Er staddur i fjallatorpinu Jomsom i midju Nepal. Er furdulega solbrenndur i andliti, en ad odru leyti nokkud vel a mig kominn. Verd ad skulda ykkur lengri post seinna.

Kv.

Tommi

15.3.06

Trek away Tomm

Gistihusid tar sem eg gisti i i Kathmandu verdur ad teljast ohljodbaerasta hus sem eg hef komid i. Ef feiti kallinn a tridju haedinni kloradi ser i rassinum, ta vissu allir i hotelinu tad.

Athyglisverdir kontrastar i oryggismalum a flugstodvunum herna. Tegar eg kom til landsins matti eg sjalfur velja hvada item faeru i gegnumlysingartaekid sem ad virtist enginn var ad stjorna. Tegar eg gekk i gegnum malmleitarhlidid ta blistradi tad hatt vidvorunarvael, en gaurinn bara yppti oxlum og eg helt afram leid minni.

A innanlandsflugstodinni hinsvegar voru hlutirnir odruvisi. Menn ryndu einbeittir i gegnumlysingargraejuna og a manni leitad a.m.k. fimm sinnum, liggur vid ad hafi verid stripileidad a manni. Synir gloggt hvernig innanlandsmalum er hattad um tessar mundir.

Er nuna staddur i Pokhara, og legg af stad a morgun i trekkid. Tad verdur eitthvad litid postad a medan.

14.3.06

Ringulreid i Kathmandu

Blodraudir taumarnir leka nidur veggi Kathmandu. Folk oskrar og hleypur i skjol til ad verda ekki fyrir aras. Margir treysta ser ekki utfyrir veggi Hotela sinna. Algjor ringulreid.

Nei, Maoistarnir eru ekki komnir til Kathmandu. I dag er Holi Festival i Nepal og teir sem haetta ser a gotur borgarinnar, eru skotnir nidur med vatnsblodrum sem innihalda mislitt vatn. Kraftmiklar vatnsbyssur eru notadar og jafnvel heilu balarnir. Ofan i tetta er madur sidan makadur marglitu dufti (adallega samt raudu) sem tekur heila eilifd ad trifa af ser i iskaldri sturtunni.

Holi hatidin er einnig kollud hatid litanna, og er til ad minna folk a ad hid kaelandi moonsson timabil er ad hefjast, og tad er alveg ohaett ad segja ad Nepalbuar taka tessa hatid sina alvarlega. Gegnvotur og marglitur labbadi madur um Thamel hverfid i dag og oskradi med heimamonnum og odrum ferdamonnum "HAPPY HOLI" og krakkar i launsatri med otakmarkadar birgdir af skotfaerum i vatnsformi hikudu ekki vid ad dundra a utlendinginn. Reyndar fa utlendingar serstaka athygli, og tar er eins gott ad skilja myndavelina eftir heima og klaedast einnota fotum. Virkilega skemmtileg upplifun.

Annars er madur buinn ad fara vida her i Kathmandu og buinn ad sja margt, en nenni ekki ad telja tad allt upp her.

Naest a dagskra er ad fljuga til Pokhara (landleidir lokadar) og fljotlega upp fra tvi fer madur trekka. Ta mun postunum sennilega faekka verulega.

12.3.06

Keflavik-Kathmandu

Kominn a afangastad. Eftir sjo flugvalla prosess er madur loksins komin eftir tveggja solarhringa ferdalag til Kathmandu.

Flaug fra Keflavik med Iceland Express til Stansted. Full vel af folki drukkid af fotboltathra og vinanda. Ekkert nema gott um tad ad segja. Hitti Sigga Ulla fraenda sem var ad fara a fotboltaleik.

Tok rutu til Heathrow og kominn tar um tiuleytid. Fann mer nokkra stola sem eg notadi fyrir naeturflet. Nadi litid ad sofna tar, svona blundadi bara nokkrar orolegar kriur, og gafst upp um fjogur leytid tegar lif tok ad kvikna i flugstodinni. Feitar indverskar konur i sari gafu mer hornauga, tegar eg stauladist a faetur.

For med Gulf Airlines fra London til Abu Dhabi. Til ad geta ordid flugfreyja med Gulf Airlines, ta tarftu ad hafa ordid a.m.k i einu af tremur efstu saetum i landskeppni lands tins i fegurdarsamkeppni. Tu tarft ad vera med personuleika Ghandi, tolinmaedi modur Teresu og kimnigafu Cris Rock. Eftir af hafa flogid med tremur ahofnum Gulf Airlines, ta get eg ohikad sagt ad flugfreyjur tessa annars ekkert serstaka flugfelags eru sirenur tessa heims.

Stoppadi stutt i Abu Dhabi, for tadan til Musqat i Oman. Fra Musqat var haldid af stad aleidis til Kathmandu. Tad var surrealisk syn ad sja Himalaejafjollin gnaefa yfir allri Indlandsslettunni, tadan sem eg horfdi ur gluggasaeti velarinnar. Einhvert storkostlegasta utsyni sem eg hef sed.

Tegar flugvelin atti eftir ad laekka sig um nokkur hundrud metra i lendingu, haetti hann snogglega vid og reif velina upp. Svo utskyrdi hann ad vegna misturs vaeri erfitt ad lenda. Hann tok tvi hring og reyndi aftur, og atti liklega ekki eftir nema i mesta lagi tvohundrud metra sig tegar hann reif velina upp a nyjan leik. Eftir ad hafa hringsolad dalitid i vidbot akvad hann ad fljuga til Dhakur i Bangladesh og taka bensin og vona ad astandid lagadist a medan. Sem tad gerdi. Attum ad lenda kl. 8 en lentum i stadinn kl. 13.30. Treyttur en anaegdur med ad vera kominn a afangastad skrifa eg tessar linur. Aetla ad kikja ut og lita a borgina sem vid fyrstu syn litur gedveikar ut en allar taer borgir sem eg hef heimsott hingad til (og ta er nu mikid sagt)

Kvedja

Tommi

10.3.06

Farinn ...

... á vit nýrra ævintýra með nesti (snickers) og næstum nýja skó.

8.3.06

Um sönghæfileika og annað

Þetta er barasta alveg að skella á, ekki laust við að það séu farin að fljúga fiðrildi um magann á manni. Einn vinnudagur eftir, og síðan ..... ííííííííííííhhaaaaaaaaaaaaaa. On the road again. Það verður stungið sér til sunds til Asíu og bara að vona að maður lendi ekki á maganum.

Fór í dag í Útilíf í Glæsibæ og hitti þar mikinn meistara að nafni Helgi B., sem er mikill Nepalfari, hefur farið margoft til landsins með hópa. Hann er einmitt á leiðinni með fimmtán manna hóp um páskana. Gaman að spjalla við Helga sem gaf mér mörg góð ráð.

Ég get ekki sungið. Þeir sem þekkja mig vita að ég gæti ekki sungið til að bjarga lífi mínu, hvað þá meira. En á þessum ferðalögum mínum hefur maður stundum komist í þannig aðstæður að fólk situr saman að kveldi til með drykkjarföng og syngur saman. Yfirleitt tek ég undir en læt yfirleitt lítið bera á söngnum, svona raula í hljóði með. Þegar ég var í Halong Bay í Víetnam var eitt af þessum hefðbundnu söngkvöldum. Í eitt skiptið þegar lagi var lokið datt einhverjum í hug að segja: "Hey Tommy, give us an Icelandic song, will you". HOLY MOTHER OF MASS DESTRUCTION. Ég að syngja, nei af og frá segi ég og bendi vinsamlega á að það sé viðstöddum aðilum fyrir bestu að ég héldi kjafti. Á það var ekki fallist og söngkrafan jókst, og það leit einfaldlega ekki út fyrir að ég myndi sleppa. Þegar þrýstingurinn var orðinn óbærilegur lét ég undan og samþykkti að syngja eitt lag, en það væri á ábyrgð viðstaddra ef að einhverjir liðu þess ekki bætur. Og síðan hófst söngurinn ... Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn... byrja ég, vanda mig ofsalega, svitaperlur myndast á enninu, allir horfa á mig með ofsafengnu augnaráði, ég get þetta ekki, verð að halda áfram, sjitturinn ..... í Ódáðahraun, eru kannski að smala fé á laun. ... Laginu er lokið. Allir horfa á mig. Enginn segir neitt. Augljóst að ég er búinn að drepa alla þá góðu stemningu sem í gangi var áður en ég fór að syngja. Eftir langa þögn er hún loksins rofin þegar einn segir: "Tommy, have you ever thought about singing professionally".

4.3.06

Að halda andlitinu eða missa það

Það virðist vera gegnumgangandi um alla asíu að eitt það mikilvægasta sem asíubúar telja sjálfum sér er sjálfsvirðing, það að geta borið höfuðið hátt og skammast sín ekki fyrir neitt. Að gera góðlátlegt grín að hvort öðru eins og okkur Vesturlandabúum er tamt, getur verið verið hin mesta móðgun hjá íbúum asíu. Þetta stolt er kallað að halda andlitinu, og að missa andlitið er hin mesta niðurlæging.

Maður þarf stundum að dansa dálítinn línudans í samskiptum við hin austrænu systkini okkur, því saklausar ábendingar um að hafa fengið vitlausa peningaupphæð til baka t.d. á veitingahúsi, getur snúist upp í vandræðalegt og endalaust rökleysuþras.

Það getur því verið stundum verið pirrandi að ferðast um asíu, þegar maður þarf að spyrja til vegar eða jafnvel að taka leigubíl. Það að vita ekki hvar staðurinn er sem spurt er um þýðir að þú hlýtur að vera arfavitlaus og þá missirðu andlitið. Með því að bjarga andlitinu (þó það sé ekki nema tímabundið) keyrir leigubílstjórinn af stað án neins ákvörðunarstaðs og eftir að hafa keyrt sama hringinn í korter, kemst maður að því að bílstjórinn hefur ekki hugmynd um hvert hann er að fara. Nokkrum sinnum hefur það komið fyrir mig að þeir sem ég hef spurt til vegar hafa gefið greinargóða og mjög skýra vegalýsingu hvernig ég kæmist á ákvörðunarstað, þegar ég hef seinna komist að því að skýringin hefði ekki getað verið fjær sannleikanum.

Ég er þó ekki að alhæfa að allir asíubúar séu svo viðkvæmir að þeir þori ekki að segja að þeir viti ekki svarið við spurningu minni, en vissulega hefur það gerst reglulega á ferðalögum mínum. Þetta er stolt og heiðvirt fólk og maður væri ekki að fara aftur og aftur til asíu ef maður nyti þess ekki að vera í kringum það.