landakonnun.blogspot.com

4.3.06

Að halda andlitinu eða missa það

Það virðist vera gegnumgangandi um alla asíu að eitt það mikilvægasta sem asíubúar telja sjálfum sér er sjálfsvirðing, það að geta borið höfuðið hátt og skammast sín ekki fyrir neitt. Að gera góðlátlegt grín að hvort öðru eins og okkur Vesturlandabúum er tamt, getur verið verið hin mesta móðgun hjá íbúum asíu. Þetta stolt er kallað að halda andlitinu, og að missa andlitið er hin mesta niðurlæging.

Maður þarf stundum að dansa dálítinn línudans í samskiptum við hin austrænu systkini okkur, því saklausar ábendingar um að hafa fengið vitlausa peningaupphæð til baka t.d. á veitingahúsi, getur snúist upp í vandræðalegt og endalaust rökleysuþras.

Það getur því verið stundum verið pirrandi að ferðast um asíu, þegar maður þarf að spyrja til vegar eða jafnvel að taka leigubíl. Það að vita ekki hvar staðurinn er sem spurt er um þýðir að þú hlýtur að vera arfavitlaus og þá missirðu andlitið. Með því að bjarga andlitinu (þó það sé ekki nema tímabundið) keyrir leigubílstjórinn af stað án neins ákvörðunarstaðs og eftir að hafa keyrt sama hringinn í korter, kemst maður að því að bílstjórinn hefur ekki hugmynd um hvert hann er að fara. Nokkrum sinnum hefur það komið fyrir mig að þeir sem ég hef spurt til vegar hafa gefið greinargóða og mjög skýra vegalýsingu hvernig ég kæmist á ákvörðunarstað, þegar ég hef seinna komist að því að skýringin hefði ekki getað verið fjær sannleikanum.

Ég er þó ekki að alhæfa að allir asíubúar séu svo viðkvæmir að þeir þori ekki að segja að þeir viti ekki svarið við spurningu minni, en vissulega hefur það gerst reglulega á ferðalögum mínum. Þetta er stolt og heiðvirt fólk og maður væri ekki að fara aftur og aftur til asíu ef maður nyti þess ekki að vera í kringum það.

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home