landakonnun.blogspot.com

8.3.06

Um sönghæfileika og annað

Þetta er barasta alveg að skella á, ekki laust við að það séu farin að fljúga fiðrildi um magann á manni. Einn vinnudagur eftir, og síðan ..... ííííííííííííhhaaaaaaaaaaaaaa. On the road again. Það verður stungið sér til sunds til Asíu og bara að vona að maður lendi ekki á maganum.

Fór í dag í Útilíf í Glæsibæ og hitti þar mikinn meistara að nafni Helgi B., sem er mikill Nepalfari, hefur farið margoft til landsins með hópa. Hann er einmitt á leiðinni með fimmtán manna hóp um páskana. Gaman að spjalla við Helga sem gaf mér mörg góð ráð.

Ég get ekki sungið. Þeir sem þekkja mig vita að ég gæti ekki sungið til að bjarga lífi mínu, hvað þá meira. En á þessum ferðalögum mínum hefur maður stundum komist í þannig aðstæður að fólk situr saman að kveldi til með drykkjarföng og syngur saman. Yfirleitt tek ég undir en læt yfirleitt lítið bera á söngnum, svona raula í hljóði með. Þegar ég var í Halong Bay í Víetnam var eitt af þessum hefðbundnu söngkvöldum. Í eitt skiptið þegar lagi var lokið datt einhverjum í hug að segja: "Hey Tommy, give us an Icelandic song, will you". HOLY MOTHER OF MASS DESTRUCTION. Ég að syngja, nei af og frá segi ég og bendi vinsamlega á að það sé viðstöddum aðilum fyrir bestu að ég héldi kjafti. Á það var ekki fallist og söngkrafan jókst, og það leit einfaldlega ekki út fyrir að ég myndi sleppa. Þegar þrýstingurinn var orðinn óbærilegur lét ég undan og samþykkti að syngja eitt lag, en það væri á ábyrgð viðstaddra ef að einhverjir liðu þess ekki bætur. Og síðan hófst söngurinn ... Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn... byrja ég, vanda mig ofsalega, svitaperlur myndast á enninu, allir horfa á mig með ofsafengnu augnaráði, ég get þetta ekki, verð að halda áfram, sjitturinn ..... í Ódáðahraun, eru kannski að smala fé á laun. ... Laginu er lokið. Allir horfa á mig. Enginn segir neitt. Augljóst að ég er búinn að drepa alla þá góðu stemningu sem í gangi var áður en ég fór að syngja. Eftir langa þögn er hún loksins rofin þegar einn segir: "Tommy, have you ever thought about singing professionally".

3 comments:

At 10:18 f.h., Blogger ********** said...

sögur eins og þessar fylla mann von

ég hlæ í hvert einasta skipti sem ég heyri eða les þessa sögu

 
At 11:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hihihihi ég verð að heyra þig syngja!!!

Alveg að fara OMG

ÓLÖF

 
At 1:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sönghæfileikar þínir eru ótvíræðir Tómas! Seint mun ég gleyma er þú söngst Stayin´ Alive á Glaumbar forðum líkt og enginn væri morgundagurinn.

Tryggvi.

 

Skrifa ummæli

<< Home