landakonnun.blogspot.com

26.4.06

Vinir i Vang Vieng

Vang Vieng er skritinn stadur. Af ollum teim stodum tar sem bakpokaferdalangar safnast saman, og eg hef sed allmarga svoleidis stadi, ta verd eg ad segja ad Vang Vieng er sa skritnasti. Tetta er litill baer i Nordur Laos, i olysanlegu fallegu umhverfi og i jadri baejarins hefur a sidustu arum vaxid tessi einkennilegi tjonustukjarni. Tessi tjonusta felst adallega i tvi ad utvega ferdamonnum flet til ad liggja a, a medan teir eta og horfa a sjonvarp (nota bene eg er ekki ad tala um naeturfletid). Herna liggur ungt folk allan daginn, etur og glapir a nyjustu kvikmyndirnar, simpson, family guy og ad minnsta kosti fjorir veitingastadir bjoda upp a Friends fra morgni til kvolds. Verd ad visu ad jata tad upp a mig ad eg notfaerdi mer tjonustu eins tessara stada, en einungis a medan tad rigndi svo mikid ad annad var ekki haegt ad gera.

Tetta er tjilladur stadur, og stundum einum of. A matsedlunum herna ma finna marijuana, sveppi og opium og i eitt skiptid tegar eg var ad snaeda (okei a friendsstadnum) kom til min stamandi gaur og bad um hjalp a medan hann hreinsadi bordid mitt af ollum tomatsosu og chillisosunum sem tar voru. Sidan lagdist hann nidur og helt daudahaldi i mublurnar sem tar voru. Kom i ljos ad gaurinn var med "skjalftann" (the shakes) eftir sjalfsagt stifa glediefna-inntoku. Honum var ekid beina leid til laeknisins.

Vaeri sjalfsagt longu farinn ef tessi stadur vaeri ekki svona fallegur, auk tess sem her er bodid upp a fjallaklifur sem eg profadi i fyrsta skiptid. Frabaert sport, en erfitt. Nokkrir virkilega skemmtilegir stadir klifradir, sem hefdi verid erfitt ad klifra ef madur vaeri ekki buinn ad missa dagodann slatta af kiloum.

Leigdi mer reidhjol og hjoladi vel inn i landid. Tegar madur hefur stungid af vestraenu ahrifin, ta kemur i ljos hvurslags paradis tetta land er, og folkid er liklega tad vinalegasta af ollum teim londum sem eg hef heimsott. Alltaf skemmtilegt tegar heill skoli heilsar ter af lifs og salarkroftum.

Naest a dagskra er fallegasti baer Laos, Luang Prabang, sem ku vera a heimsminjaskra Unesco. Kvedja. T.

21.4.06

Kominn til Laos

Eftir tvo slappa daga i Nong Khai, ta er madur loksins kominn til hofudborgar Laos, Vientiane. Sit herna a netkaffihusi vid arbakka Mekong fljotsins og er a leidinni ad fa mer eitthvad i svanginn.

Fra litlu ad segja i Nong Khai, helt mer adallega inni a hotelherbergi i flensuskapi, en i gaerkveldi treysti eg mer a rol og skellti mer a fataeklegan karokistad i nagrenni hotelsins. Fylgdist med baejarbuum naudga mikrafoninum a medam madur spordrenndi nokkrum ollurum. Tjonustustulkurnar skiptust a spjalla vid mig svo mer leiddist ekki.

Tok daldinn tima ad komast yfir landamaerin, tar sem menn voru ekki alveg a tanum, vardandi vegbrefsaritunarbreytingu Islands og Thailands fyrir halfu ari sidan. Islendingar turfa ekki lengur aritun, en eg turfti ad dusa, eins og dopsmyglari, i landamaeraskalanum i trju korter medan landamaerastaffid kloradi ser i kollinum yfir tessum Islendingi og rokraeddu mikid um stodu hans. Fekk to loksins ad halda afram leid minni.

Allt annad andrumsloft herna i Laos, minna stress yfir ollu herna, og folkid akaflega brosmilt. Hlakka til ad eyda naesta halfa manudinn herna.

19.4.06

Med flensu i Nong Khai

Koh Tao hefur breyst mikid tau trju ar sem eg kom hingad sidast. Teir eru bunir ad malbika vegina, setja upp hradbanka, komnir med stodugt rafmagn og seven/eleven ma finna med reglulegu millibili. Tratt fyrir ad hafa misst dalitinn sjarma med tessum breytingum, ta er tessi eyja ennta gimsteinn, og eg er buinn ad eiga afskaplega notalega daga tarna.

Eftir tveggja solarhringa ferdalag er madur kominn hingad til Nong Khai sem liggur a landamaerum Thailands og Laos. Hef adallega eytt timanum herna uppi i hotelrumi umkringdur hofudverkjapillum, vitaminum og halssaerisspreyji. Jebbs, kominn med einhvern andsk. kverkaskit, en vonandi ad madur verdi fljotur ad hrista hann af ser.

Aaetla halfum manudi i Laos, og eftir tad, ta fer tetta ad styttast.

14.4.06

Kafad i Koh Tao

Teir eru bunir ad vera fljotir ad lida dagarnir herna a tessari yndislegu eyju, Koh Tao, eda skjaldbokueyju. Buinn ad vera viku nuna, og ef eg hefdi naeg fjarrad, ta myndi ekkert fara heldur setjast ad. Enda hefur su ordid raunin hja morgum herna sem hafa komid hingad til ad fara a stutt kofunarnamskeid, en endad sem full time kofunarleidbeinendur og vinna herna arid um kring.

Eg byrjadi a ad fara i Open Water kofunarnamskeid sem gefur manni grunninn ad tvi ad kafa, og rettindi ad kafa nidur ad 18 metrum. Frabaert namskeid, og leidbeinandinn er an efa skemmtilegasti tjodverji sem eg hef hitt, Alex, litur ut eins og Mr. Smith i Matrix. Eins og ad laera ad kafa hja Stand Up gamanleikara.

Er nuna a framhaldsnamskeidi eda Advanced Open water, sem gefur manni rettindi ad kafa nidur ad 30 metrum. Tessi kofunarheimur er otrulegur, eins og ad hafa adgang ad nyrri planetu.

I gaerkvoldi var Songkran, eda nyarsdagur. Songkran ber alltaf upp a fullu tungli, sem tyddi ad a nagrannaeyjunni Koh Phangan var haldid fraegasta strandparti i heimi, The Full Moon Party. Einu sinni a manudi a Haad Rin strondinni a Koh Phangan fjolmenna um 20-25 tusund manns af ollu tjoderni og hrista a ser skankana fra solsetri til solarupprasar. Tad var tvi haldid af stad um middaegursbil fra Koh Tao til Koh Phangan a svokolludum partybat til ad upplifa tessa stemningu. A strondinni glumdi sidan gedveik teknotonlist stanslaust alla nottina og a mjukum sandinum let madur sem vitlaus vaeri. Treittur en sattur var sidan haldid aftur af stad til Koh Tao um kl. sjo um morguninn.

Klara namskeidid a morgun og verd kannski einn eda tvo daga adur en eg byrja ferdalagid aleidis til Laos.

6.4.06

Strandaglopur

Tegar eg skrifa tetta hafdi eg aeetlad ad vera kominn i landamaerabaeinn Nong Khai, sem liggur orskammt fra landamaerum Thailands og Laos, en i stadinn er eg strandaglopur i Bangkok. Allar lestir, allar rutur og oll flug aleidis til Vientiane i Laos eru uppseld til 16. april. Astaedan: Aramot eda Songkran er a naesta leyti og helmingur tjodarinnar a fararfaeti til ad vera hja fjolskyldum sinum og fagna arinu 2550.

En fjandinn hafi tad, Songkran a ekki ad hefjast fyrr en 13. april, eg taldi mig oruggan med ad geta ferdast til Laos viku adur en herlegheitin hefjast, en onei. Allar ferdaskrifstofur sem eg heimsotti i dag gatu ekki hjaldpad mer neitt.

Og ta eru god rad dyr. Ekki nenni eg ad hanga herna i Bangkok i tiu daga og bida eftir ad herlegheitin ganga yfir. Tvi hef eg akvedid ad drifa mig til Koh Tao (tad var haegt ad fa rutu/bat tangad), en reyndar hafdi eg aaetlad ad enda ferdalagid tar. A morgun legg eg tvi af stad tangad, og planid er ad na ser i kafararettindi, en tetta er litil eyja fraeg fyrir frabaera adstodu fyrir kafara og odyr kafaranamskeid. Eg heimsotti tessa eyju tegar eg kom fyrst til Thailands arid 2003, en hafdi ta ekki tima til ad kafa.

Strandlif/kofun/afsloppun verdur tvi a dagskranni naestu tiu daga, og vonandi ad madur komist til Laos fljotlega eftir tad.

Kvedja

Tommi

5.4.06

Lokadagar i Nepal

Sidustu dagar i Pokhara hafa verid afslappandi og tidindalitlir. Adallega farid i ad slappa af eftir gonguna, borda godan mat. Let rakara taka andlitid i gegn og lit nu ut eins og nyr madur. Tannig sed fra litlu ad segja. Dvaldi a finu fjolskylduhoteli med frabaeru utsyni.

How do you like Iceland? spyrjum vid utlendingana, en Nepalar hafa miklu snidugra system. Teir spyrja med dalitid undrandi ton: "Your first time in Nepal?" en tannig eru teir ad segja ad Nepal se svo frabaert land ad tu hlytur ad hafa komid hingad adur.

Er nuna aftur kominn til Kathmandu, og er med pantad flug hedan a morgun. Rutuferdin hingad var ca. 6 klst. obaerilegur hristingur og madur einbeitti ser vid ad horfa ekki fram a veginn, tvi audveldlega var haegt ad yminda ser arekstur rutunnar med mjog reglulegu millibili.

I fyrsta skiptid a tessum ferdalogum minum hitti eg Islending, a veitingahusi her i Kathmandu. Var ad snaeda i rolegheitum tegar eg heyri einhvern gaur segja med sterkum islenskum hreim: "No, you are supposed to say Björk, not Bjork". For og athugadi malid, og hitti Hakon sem kemur reglulega til Nepal i vidskiptaerindum.

I asiu er ekki haegt ad tverfota fyrir gotubroskurum og Nepal er engin undantekning. Eg helt eg vaeri ordinn nokkud godur i ad fordast ad flaekjast i vef svindlaranna, en verd ad vidurkenna ad tvisvar hafa teir nad mer herna i Nepal, enda nokkud hugmyndarikir herna. I fyrra skiptid nalgadist mig ungur drengur her i Kathmandu og byrjadi ad spjalla vid mig. Byrjadi a tvi ad segja mer ad hann geti talid upp allar hofudborgir heimsins, sem var rett, tad var sama hvada land eg drog upp ur hattinum, a svipstundu sagdi hann mer hofudborgina. I framhaldi for hann ad segja mer af sinum erfidu adstaedum, syndi mer ör a handleggnum sem hann veitti sjalfum ser i tunglyndi sinu. Sidan benti hann mer a ad betra vaeri ad hann labbadi haegra megin vid mig tvi ef hann yrdi fyrir bil, ta skipti tad svo litlu mali, tvi hans lif vaeri einskis virdi. Eg sagdist ekki aetla gefa honum pening. Nei, nei, alveg otarfi sagdi hann, hann vaeri enginn braskari sem svindladi a turistum. En ef eg vildi, ta gaeti eg keypt handa honum mjolkurduft, sem myndi hjalpa honum gifurlega. Allt i lagi, sma mjolkurduft, ekkert mal. Duftid reyndist dyrara en eg hafdi gert rad fyrir, en eg hafdi samtykkt ad gefa honum duftid sem eg og gerdi. I gaerkvoldi nalgadist mig annar drengur sem byrjadi ad spjalla vid mig. Tegar hann sagdist geta nefnt allar hofudborgir heimsins for ad renna a mig tvaer grimur. I kjolfarid kom sidan ör a handlegg, eg er enginn svindlari og ad lokum mjolkurduftsbeidni. Eg gat ekki annad en hlegid.

Naest tegar eg skrifa verd eg liklega kominn til Laos, eda allaveganna langleidina.

2.4.06

Gongunni miklu lokid

Ta er tessu trekki minu um uppsveitir Nepal lokid, treyttur en anaegdur er eg aftur kominn til Pokhara, og her aetla eg ad hvila luin bein naestu daga.

Og hvad getur madur sagt um tessa longu gongu. Fyrstu trir dagarnir voru verstir, mikid klifur upp i moti og eg ad drepast i bakinu medan eg var ad vennjast tyngdinni a bakpokanum. En a fjorda degi eins og fingri vaeri smellt, ta vard eg gjorsamlega heilladur af landinu, og restin af gongunni var einfaldlega hver anaegjustundin a faetur annarri. Tetta er otruleg tjod med afskaplega fjolbreytta menningu og med eindaemum vinalegu folki.

En ferdamenn hafa ad mestu leyti dregid sig i hle vid ad heimsaekja Nepal. Oft var tad bara eg og leidsogumadurinn minn sem voru einu gestir gistiheimila tar sem vid hvildum luin bein. Madur ser ahyggjurnar i augunum a folkinu, to tad reyni ad synast glatt og anaegt. Tad er erfitt ad sja hvernig tessi politiska kreppa herna i Nepal eigi ad leysast. Maoistar, stjornarandstaedingar og kongurinn hver i synu horni ad reyna ad galdra upp ur hattinum brellibrogd til ad beita a hina, en i rauninni bitnar tetta allt a tjodinni, saklausum borgurum sem vita ekki i hvada fot teir eiga ad stiga.

Maoistana hitti eg sidan i litlu fjallatorpi a fjorda degi. Teir birtust i matsal gistiheimilisins tegar eg var ad borda kvoldmat, og voru daldid skuggalegir i draugalegri lysingu gasluktarinnar. Teir byrjudu a tvi ad setjast hja mer og bentu mer vinalega a ad i landinu vaeru tvaer rikisstjornir og ad nu tyrfti eg ad borga "skattinn" hja rikisstjorn Maoista. Tessa peninga aetludu teir sidan ad nota til ad byggja vegi og hjalpa folkinu (je right!!). 1200 kr. turfti eg ad punga ut fyrir tessum skatti og fekk kvittun og allt.

Naest settust teir hja Hollenskri eldri konu sem eg hafdi verid ad spjalla vid og eftir ad hafa fengid somu raedu og eg ta sagdi hun: "No, I will not pay". Tad tagnadi i salnum og loftid vard rafmagnad. "You vill not pay"?, sagdi Maoistinn haegt, med undrandi en jafnframt daldid ognandi ton. Ta utskyrdi su Hollenska ad hun vaeri gestur i tessu landi, og ad i hennar landi tyrftu gestir ekki ad borga skatt. Leidsogumadur konunnar tvisteig skjalfandi a milli teirra og reyndi af veikum maetti ad koma a malamidlun, sem ad lokum vard su ad hun borgadi helming skattsins. En tetta var virkilega taugaveiklud stund, og mikid dadist eg ad hugrekki konunnar.

Tessi kona var adeins ein af morgum skemmtilegum karakterum sem madur hitti a gongunni. Einn karakterinn var Koreubui sem kleif Everest fyrir meira en tuttugu arum. Nu labbar hann nokkrum sinnum a ari um gonguleidir Himalaja. Vill meina ad i dag se pis of keik ad klifa Everest, tad se nanast haegt ad keyra ad grunnbudunum, medan teir turftu 25 daga gongu til ad komast ad budunum tegar hann kleif Everest. A fingrunum var hann med or eftir kal, og tarf ad taka toflur med mat alla aevi vegna hofudmeidsla sem hann hlaut vid fjallamennsku. Otrulega hress kall sem hafdi margt ad segja.

Teir hafa lidid fljott undanfarnir dagar. Madur hefur vaknad snemma, milli sex og sjo, og labbad ca sex til sjo tima a dag. Madur er buinn ad ganga upp og nidur, i hita og kulda, i bjortu og myrkri, um auda sanda og grona dali, i helldembu, i havadaroki og i snjo. Tetta er buid ad vera engu likt, og sem betur fer storslysalaust. Madur fekk ekki einu sinni blodru, og eg sem keypti trja pakka af blodruplastrum.

Aetla ad taka tvi rolega naestu daga herna i Pokhara, adur en eg fer til Kathmandu, tadan sem eg byrja ferdalagid til Laos.

Kv.

Tommi.