landakonnun.blogspot.com

2.4.06

Gongunni miklu lokid

Ta er tessu trekki minu um uppsveitir Nepal lokid, treyttur en anaegdur er eg aftur kominn til Pokhara, og her aetla eg ad hvila luin bein naestu daga.

Og hvad getur madur sagt um tessa longu gongu. Fyrstu trir dagarnir voru verstir, mikid klifur upp i moti og eg ad drepast i bakinu medan eg var ad vennjast tyngdinni a bakpokanum. En a fjorda degi eins og fingri vaeri smellt, ta vard eg gjorsamlega heilladur af landinu, og restin af gongunni var einfaldlega hver anaegjustundin a faetur annarri. Tetta er otruleg tjod med afskaplega fjolbreytta menningu og med eindaemum vinalegu folki.

En ferdamenn hafa ad mestu leyti dregid sig i hle vid ad heimsaekja Nepal. Oft var tad bara eg og leidsogumadurinn minn sem voru einu gestir gistiheimila tar sem vid hvildum luin bein. Madur ser ahyggjurnar i augunum a folkinu, to tad reyni ad synast glatt og anaegt. Tad er erfitt ad sja hvernig tessi politiska kreppa herna i Nepal eigi ad leysast. Maoistar, stjornarandstaedingar og kongurinn hver i synu horni ad reyna ad galdra upp ur hattinum brellibrogd til ad beita a hina, en i rauninni bitnar tetta allt a tjodinni, saklausum borgurum sem vita ekki i hvada fot teir eiga ad stiga.

Maoistana hitti eg sidan i litlu fjallatorpi a fjorda degi. Teir birtust i matsal gistiheimilisins tegar eg var ad borda kvoldmat, og voru daldid skuggalegir i draugalegri lysingu gasluktarinnar. Teir byrjudu a tvi ad setjast hja mer og bentu mer vinalega a ad i landinu vaeru tvaer rikisstjornir og ad nu tyrfti eg ad borga "skattinn" hja rikisstjorn Maoista. Tessa peninga aetludu teir sidan ad nota til ad byggja vegi og hjalpa folkinu (je right!!). 1200 kr. turfti eg ad punga ut fyrir tessum skatti og fekk kvittun og allt.

Naest settust teir hja Hollenskri eldri konu sem eg hafdi verid ad spjalla vid og eftir ad hafa fengid somu raedu og eg ta sagdi hun: "No, I will not pay". Tad tagnadi i salnum og loftid vard rafmagnad. "You vill not pay"?, sagdi Maoistinn haegt, med undrandi en jafnframt daldid ognandi ton. Ta utskyrdi su Hollenska ad hun vaeri gestur i tessu landi, og ad i hennar landi tyrftu gestir ekki ad borga skatt. Leidsogumadur konunnar tvisteig skjalfandi a milli teirra og reyndi af veikum maetti ad koma a malamidlun, sem ad lokum vard su ad hun borgadi helming skattsins. En tetta var virkilega taugaveiklud stund, og mikid dadist eg ad hugrekki konunnar.

Tessi kona var adeins ein af morgum skemmtilegum karakterum sem madur hitti a gongunni. Einn karakterinn var Koreubui sem kleif Everest fyrir meira en tuttugu arum. Nu labbar hann nokkrum sinnum a ari um gonguleidir Himalaja. Vill meina ad i dag se pis of keik ad klifa Everest, tad se nanast haegt ad keyra ad grunnbudunum, medan teir turftu 25 daga gongu til ad komast ad budunum tegar hann kleif Everest. A fingrunum var hann med or eftir kal, og tarf ad taka toflur med mat alla aevi vegna hofudmeidsla sem hann hlaut vid fjallamennsku. Otrulega hress kall sem hafdi margt ad segja.

Teir hafa lidid fljott undanfarnir dagar. Madur hefur vaknad snemma, milli sex og sjo, og labbad ca sex til sjo tima a dag. Madur er buinn ad ganga upp og nidur, i hita og kulda, i bjortu og myrkri, um auda sanda og grona dali, i helldembu, i havadaroki og i snjo. Tetta er buid ad vera engu likt, og sem betur fer storslysalaust. Madur fekk ekki einu sinni blodru, og eg sem keypti trja pakka af blodruplastrum.

Aetla ad taka tvi rolega naestu daga herna i Pokhara, adur en eg fer til Kathmandu, tadan sem eg byrja ferdalagid til Laos.

Kv.

Tommi.

1 comments:

At 11:08 f.h., Blogger ********** said...

Frábært að heyra að þetta hafi gengið vel og þú átt frábært, frábært land í vændum. Hér er kalt, kalt og aftur kalt...

 

Skrifa ummæli

<< Home