landakonnun.blogspot.com

5.4.06

Lokadagar i Nepal

Sidustu dagar i Pokhara hafa verid afslappandi og tidindalitlir. Adallega farid i ad slappa af eftir gonguna, borda godan mat. Let rakara taka andlitid i gegn og lit nu ut eins og nyr madur. Tannig sed fra litlu ad segja. Dvaldi a finu fjolskylduhoteli med frabaeru utsyni.

How do you like Iceland? spyrjum vid utlendingana, en Nepalar hafa miklu snidugra system. Teir spyrja med dalitid undrandi ton: "Your first time in Nepal?" en tannig eru teir ad segja ad Nepal se svo frabaert land ad tu hlytur ad hafa komid hingad adur.

Er nuna aftur kominn til Kathmandu, og er med pantad flug hedan a morgun. Rutuferdin hingad var ca. 6 klst. obaerilegur hristingur og madur einbeitti ser vid ad horfa ekki fram a veginn, tvi audveldlega var haegt ad yminda ser arekstur rutunnar med mjog reglulegu millibili.

I fyrsta skiptid a tessum ferdalogum minum hitti eg Islending, a veitingahusi her i Kathmandu. Var ad snaeda i rolegheitum tegar eg heyri einhvern gaur segja med sterkum islenskum hreim: "No, you are supposed to say Björk, not Bjork". For og athugadi malid, og hitti Hakon sem kemur reglulega til Nepal i vidskiptaerindum.

I asiu er ekki haegt ad tverfota fyrir gotubroskurum og Nepal er engin undantekning. Eg helt eg vaeri ordinn nokkud godur i ad fordast ad flaekjast i vef svindlaranna, en verd ad vidurkenna ad tvisvar hafa teir nad mer herna i Nepal, enda nokkud hugmyndarikir herna. I fyrra skiptid nalgadist mig ungur drengur her i Kathmandu og byrjadi ad spjalla vid mig. Byrjadi a tvi ad segja mer ad hann geti talid upp allar hofudborgir heimsins, sem var rett, tad var sama hvada land eg drog upp ur hattinum, a svipstundu sagdi hann mer hofudborgina. I framhaldi for hann ad segja mer af sinum erfidu adstaedum, syndi mer ör a handleggnum sem hann veitti sjalfum ser i tunglyndi sinu. Sidan benti hann mer a ad betra vaeri ad hann labbadi haegra megin vid mig tvi ef hann yrdi fyrir bil, ta skipti tad svo litlu mali, tvi hans lif vaeri einskis virdi. Eg sagdist ekki aetla gefa honum pening. Nei, nei, alveg otarfi sagdi hann, hann vaeri enginn braskari sem svindladi a turistum. En ef eg vildi, ta gaeti eg keypt handa honum mjolkurduft, sem myndi hjalpa honum gifurlega. Allt i lagi, sma mjolkurduft, ekkert mal. Duftid reyndist dyrara en eg hafdi gert rad fyrir, en eg hafdi samtykkt ad gefa honum duftid sem eg og gerdi. I gaerkvoldi nalgadist mig annar drengur sem byrjadi ad spjalla vid mig. Tegar hann sagdist geta nefnt allar hofudborgir heimsins for ad renna a mig tvaer grimur. I kjolfarid kom sidan ör a handlegg, eg er enginn svindlari og ad lokum mjolkurduftsbeidni. Eg gat ekki annad en hlegid.

Naest tegar eg skrifa verd eg liklega kominn til Laos, eda allaveganna langleidina.

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home